Fundargerð stjórnar 16. mars 2022

Mætt: Þórir Steingrímsson, formaður, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari, Páll Árdal, gjaldkeri, Sædís Þórðardóttir og Kristín Árdal, varamenn

Formaður bauð fólk velkomið og augýsti eftir athugasemdum við boðun fundarins og/ eða dagskrá en engar slíkar komu fram.

Dagskrá:

  1. Formaður gaf skýrslu.
    Formaður fór yfir það helsta sem á döfinni er. Er í tíðu sambandi við SAP-E ásamt Birni Loga Þórarinnssyni.  Beðið eftir svari Runólfs Landspítalaforstjóra sbr. fundargerð sîðasta fundar.
  2. Fjárhagsstaða okkar ágæt.    
    Voru sammála um það formaður og gjaldkeri.  Rætt um sérstakt blað fyrir 29. okt.,slagdaginn, í haust. V
    Ákveðið að um að sleppa aprílfundi stjórnar.. Aðalfundur verður 26. mars næstkomandi.
  3. Tillaga gjaldkera    
    Tillaga gjaldkera um endurskoðun á 5. lið stjórnarákvörðunar 21. janúar s.l. um að styrkja heimasíðu, netsíðu/upplýsingasíðu Ingunnar Högnadóttur um 50 þúsund krónur, en hún fjallar um málstol.   
    Vitnaði Páll í fund fyrir norðan (þetta er skrifað syðra) og bók sem Ingunn hefur safnað í fyrir málstola manneskjur og gagnast þeim sem hafa màlstol. Þetta eru persónuhannaðar  bækur.  Samþykkt var að hækka styrkinn til vefsíðu Ingunnar upp í 250 þúsund krónur.
  4. Önnur mál.
    Engin.

Fundi slitið.  
Baldur Kristjánsson    
fundarritari.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur