Aðalfundargerð 2002

Skýrsla stjórnar.  
Haldnir voru 7 stjórnarfundir, þrír almennir fundir og einn fundur með fyrirlesara Hauki Hjaltasyni. Hann talaði um gaumstol og var það mjög fróðlegur fundur. Gaumstol er athyglisbrestur til allra átta getur verið hjá öllum þótt þeir hafi ekki fengið heilablóððfall. Haukur var spurður að því hvort hann gætir útbúið fræðslubækling fyriri félagið og tók hann vel í það. Helgi gjaldkeri talaði við hann í haust um bæklinginn og hann ætlar að útbúa fræðslubækling fyrir F.H.B.S.

 1. Haldinn var fundur 29. nóvember og var það síðasti fundur ársins. Gestur fundarins var séra Íris Kristjánsdóttir. Við hættum að hafa fyrirlesara eins oft og við höfðum haft því þegar það er fyrirlesari þá getur fólk ekki talað saman, svo við höfðum fleiri fundi án fyrirlesara og kom það vel út.
 2. Árni Sal. hætti sem starfsmaður F.H.B.S. í ágúst því hann fór í skóla og útvegaði hann félaginu annan starfskraft til að vera á skrifstofunni sem er opinn á miðvikudögum kl. 13.00-15.00.  Nýi starfsmaðurinn heitir Bára Aðalsteinsdóttir. Unnið var að nettengingu félagsins. Frændi Villa setti móthald í tölvuna og sá hann og Bára um að ganga frá nettengingunni. Óskar Guðjónsson er að hanna síðu fyrir F.H.B.S. og verður hún undir Sjalfsbjorg.is, sem aðildarfélag Sjálfsbjargar.
 3. Bæklingur sem var hannaður fyrir F.H.B.S. 1997 var prentaður í 4000 eintökum kláraðist svo ákveðið var að prenta 2000 stk. til viðbótar, því félagið hefur sent bæklinga á heilsugæslustöðvar úti á landi. Um er að ræða fjórar tegundir af bæklingum, sá nýjasti var gefin út árið 2000 og var hann saminn af læknum og öðru fagfólki á Landsspítala og Borgarspítala.
 4. Farin var dagsferð 6. sept að Byggðarsafninu að Skógum og var þáttaka í ferðinni góð. Stoppað var á Hellu og drukkið kaffi því við höfðum með okkur nesti.
 5. Formaður talaðið við Helga Seljan í sambandi við umsókn á styrk fyrir F.H.B.S. og hittust þeir á skrifstofu félagsins og lét formaður Helga í té þær upplýsingar sem hann þurfti til að sækja um styrkinn. Helgi hefur samið umsóknir fyrir F.H.B.S þau á sem félagið hefur sótt um styrk og formaður skirfað undir bréfið og komið því á skrifstofu fjárlaganefndar Alþingis.
 6. Aðalfundur félagsins var haldinn að Sléttuvegi 7, 28 febrúar 2002.
 7. Stjórn félagsins er:
  1. Hjalti Ragnarsson formaður
  2. Harpa Jónsdóttir stjórnarmaður
  3. Ingþór R. stjórnarmaður
  4. Helgi Thorvaldsson gjaldkeri
  5. Ellert B. Skúlason ritari
   1. Endurskoðendur F.H.B.S. eru: Ellert B. Skúlason
   2. Vilhjálmur
   3. Kosnir voru menn á Landssambandsþing Sjálfsbjargar í júní, þeir eru:
    1. Hjalti, aðalmaður
    2. Harpa, aðalmaður
    3. Ellert, varamaður
    4. Vilhjálmur, varamaður

Helgi sá um kaup á hátalara og magnara til að nota á fundum félagsins. Tveir félagsmenn létust á milli aðalfunda 2001-2002. Harpa var kosin í félagmálanefnd. Hjalti í nefnd um félagsþjónustu sveitafélaga. Þetta eru nefndir fyrir landssambandsþing í júní.

Skýrsla skrifuð af formanni Hjalta Ragnarssyni.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
 • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

 • wordpress_test_cookie
 • wordpress_logged_in_
 • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur