Aðalfundargerð 2015

Aðalfundurinn Heilaheilla var haldinn í nýju húsnæði Öryrkjabandalags Íslands að Sigtúni 42 í Reykjavík og Glerárgötu 20, 600 Akureyri (Greifanum)
Mættir voru 19 manns í Reykjavík og 4 á Akureyri eða 23 félagsmenn en það er óvenju fámennt.  
Fundarstjóri var kjörinn Gísli Ólafur Pétursson og fundarritari Kolbrún Stefánsdóttir.

Gengið var til dagskrár.

1. Skýrsla stjórnar:

Þórir Steingrímsson formaður gerði grein fyrir skýrslu stjórnar. 

Hann fór yfir það helsta sem stjórn hafði áorkað á síðasta ári, eða allt frá aðalfundi.  
Árið 2014 var viðburðaríkt er varðar innri málefni þess, en nú er komin full samstaða hvað ber að gera og hvað félagið stendur fyrir og er starfsemin nú í fullum blóma.  Það hefur verið með öflugt innra starf, reglulega mánudags- og þriðjudagsfundi, viðveru á Taugadeild Landspítalans B-2, á Grensásdeild eins og kostur er, gott samstarf innan SAMTAUGAR, samstarfsverkefni með Hjartaheill og Hjartavernd í Go Red, virka framkvæmdastjórn, ábyrga stjórn um félagsleg málefni, bæði innan lands sem og utan.  Svo að auki er félagið að flytja inn í nýtt og betra húsnæði að Sigtúni 42, 104 Reykjavík, er hentar starfsemi félagsins betur.  
Á síðast ári kom Bjarne Juul Petersen, formaður HEILAFÉLAGSINS í Færeyjum í heimsókn til Akureyrar og í ráði er að hópur Færeyinga komi þangað í heimsókn í sumar.  Þá er tenging við SAFE (Stroke Alliance For Europe) að eflast þar sem stjórn félagsins féllst á tilmæli norrænu samstarfsfélaganna um að óska eftir því við formann Heilaheilla að hann bætti því á sig að verða stjórnarmaður í SAFE ef hann næði þar kjöri. Formaðurinn féllst á það.  Formaðurinn er nú stjórnarmaður í SAFE og fór á aðalfund þess í Helsinki í nóvember ásamt öðrum stjórnarmanni og var kosinn þar.  Auk þess er félagið aðili að Nordisk Afasiråd sem gjaldkeri félagsins hefur sinnt.    

Innri málefni: 
Haldnir hafa verið laugardagsfundir – mánaðarlega yfir vetrarmánuðina
Haldnir hafa verið mánudagsfundir – vikulega yfir vetrarmánuðina (málstol)
Haldnir hafa verið þriðjudagsfundir – vikulega yfir vetrarmánuðina (allir)
Félagið hefur verið með fasta vikulega viðveru á Landspítalanum, deild B-2
Félagið hefur verið með fasta vikulega viðveru á Grensásdeild
Félagið hefur verið með góða samvinnu við Kristnes á Akureyri
Félagið hefur verið með góðar, skemmtilegar og fróðlegar sumarferðir

Við tökum á móti hverjum þeim er orðið hefur fyrir slagi og reynum að leiðbeina honum og aðstandendum hans í gegnum áfallið eftir mætti.  Hvetjið alla er þið þekkið sem hafa orðið fyrir heilablóðfalli að skrá sig inn á heimasíðunni undir hnappnum “Gerast félagi”.  Þá er einnig hægt að hringja í 860 5585 og leita aðstoðar.
Sjá má fréttir af viðburðum félagsins á heimasíðunni og hægt er að kynnast atburðunum enn frekar með því að smella á hverja mynd fyrir sig og sjá nánar um atburðina en þeir eru nokkuð margir.

Útgáfumál
Félagið gerði samkomulag við söfnunarfyrirtækið Öflun hf. 2012 um að safna fyrir félagið meðal einstaklinga og fyrirtækja, með sama hætti og önnur sjúklingafélög s.s. Hjartaheill o.s.frv.. Starfsmenn Öflunar lögðu ríka áherslu á að félagið gæfi út blað eða bækling, til að auðvelda söfnunina. Var að ráði að gefa út blað, SLAGORÐIÐ, sem sá dagsins ljós í júlí 2013 í 5000 eintökum. Var blaðið sent styrktaraðilum, svo og félögum HEILAHEILLA, heilsugæslustöðvum, læknastofum, líkamsræktarstöðvum, sundlaugum o.s.frv..  Á s.l. ári treysti félagið sér ekki að gefa út blað en í ráði er að það verði gert í ár.

Heimasíðan
Félagið hefur haldið úti heimasíðu frá því 16.12.2005 og u.þ.b. 1.500 manns eru á póstlista hennar. Gefur hún góða lýsingu á starfsemi félagsins, undir fréttum og lýsir fræðsluhlutverki þess m.a. í forvörnum.


SAMSTARF:

SAMTAUG – Innlennt

Félagið er í samráðshópi taugasjúklingafélaga, Félag MND – sjúklinga; LAUF – Landssamtök áhugafólks um flogaveiki; MG – félag Íslands; MS – félag Íslands og Parkinsonsamtökin á Íslandi. Þann 20.12.2005 var undirrituð yfirlýsing um samstarf með Landspítala-háskólasjúkrahúss og þessum félögum um að vinna saman að því að fræða almenning og sjúklinga og kynna viðkomandi sjúkdóma og einkenni þeirra sem víðast til að vinna gegn fordómum. Hafa þessi félög fundað eftir þörfum og veitt hvort öðru stuðning í samskiptum sínum við heilbrigðisfirvöld.

HJARTAHEILL – Innlent
Náið samstarf er með Hjartaheill, sérstaklega er varðar upplýsingar er varða hjartagalla er leiða til slags. Hefur félagið gefið út sérstaklegan bækling um gáttatif og slag og dreift þegar tækifæti eru til. Þá hafa þessi félög verið með sameiginlegt átak á alþjóða hjartadeginum í samstarfi við Hjartavernd.

SAFE – Erlent
Félagið hefur verið í evrópskum samtökum slagþolenda, Stroke Alliance For Europe, frá 2010 og sótt árlega ráðstefnu og aðalfund þess. Félögin eru 18 og lyfjafyrirtæki og aðrir aðilar hafa verið stuðningsaðilar á þessum ráðstefnum og hefur gert félaginu kleift að taka þátt.  Þess má geta að formaður HEILAHEILLA situr nú í stjórn þessara samtaka sem spanna yfir alla Evrópu.

SLAGFORENINGER I NORDEN – Erlent
Norrænu félögin, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Ísland, Færeyjar, (Stroke Associations in the Nordic Countries) hafa komið sér saman innan SAFE að vera með samvinnu sín á milli. Hefur formaður félagsins og fulltrúi Akureyringa sótt nokkra fundi og ráðstefnur samtakanna frá 2011 til 2015.

NORDISK AFASIRÅD – Erlent
Félagið þáði boð stjórnar Nordiske Afasirådet að sitja sem áheyrnarfulltrúi stjórnarfund þess í Kaupmannahöfn 23.-24. september 2013. Á þeim fundi voru tekin fyrir endurhæfing málstolssjúklinga á Norðurlöndum og einnig afmæli ráðsins 14. október 2014. Jafnfram var lagt fram boð til HEILAHEILLA um að gerast formlegur aðili, er var svo samþykkt á stjórnarfundi félagsins 30.10.2013, þar sem Þór Garðar Þórarinsson, frá Velferðarráðuneytinu flutti erindi um mikilvægi erlends samstarfs á norðurlöndum.  Þá sótti gjaldkeri HEILAHEILLA stjórnarfund samtakanna í Kaupmannahöfn á s.l. ári og er í ráði að hafa næsta fund í Noregi.

ÖRYRKJABANDALAGIР– Innlent
Félagið sótti um aðild að bandalaginu og var samþykkt á aðalfundi þess í október 2013. Í ráði er að vera virkari innan bandalagsins og er Axel Jespersen fulltrúi félagsins í aðalstjórn ÖBÍ.  Er von að félagið taki meiri þátt í verkefnum bandalagsins í framtíðinni, s.s. málþing, námskeið o.s.frv.. Heilaheill telur sig gegna mjög mikilvægu hlutverki í samfélaginu í samræmi við heilbrigðisáætlun yfirvalda og í góðri samvinnu við þau og önnur sjúklingafélög.

2. Ársreikningar:

Guðrún Torfhildur Gísladóttir gjaldkeri skýrði reikninga félagsins og voru þeir bornir upp til
samþykktar. Það er óhætt að segja að mikill viðsnúningur hefur orðið á stöðu félagsins milli ára.
Tekjur sem voru 559.207.- kr. árið 2013 voru 4.827.677,- kr. árið 2014.
Afkoma sem var neikvæð um 1.680.947,- kr. 2013 var í jákvæð 1.477.444 árið 2014.
Það er bati upp á ,- kr. 3.158.391.-
Reikningarnir voru samþykktir samhljóða.

3. Engar lagabreytingar voru til afgreiðslu á fundinum.
4. Kosning stjórnarmanna: Úr stjórn gengu Gísli Ólafur Pétursson og Þór Sigurðsson.  Kosnir í stjórn voru Axel Jespersen og Haraldur Ævarsson.
5. Skoðunarmenn voru kjörnir: Hrafnhildur Axelsdóttir og Magnús Pálsson.
6. Fjárhagsáætlun borin upp til samþykktar.

Guðrún Torfhildur gjaldkeri lagði fram rekstraráætlun fyrir árið 2015. Þar er gert ráð fyrir auknum tekjum eða 6 milljónum. Þá er reiknað með enn meiri aukningu útgjölda eða 7 milljónum króna og því rekstrarhalla upp á 1. milljón kr. Aðspurð um áætlun í mínus svaraði Guðrún því til að áætlun væri varfærin og því reiknað með meiri kostnaði en minni tekjum. Það væri bara til bóta ef annað
kæmi í ljós.

7. Kosning fulltrúa og talsmanna félagsins:  Alex Jespersen fulltrúi félagsins hjá ÖBI
Gunnhildur Hjartardóttir og Anna Sigrún Baldursdóttir kosnar í ritnefnd.Þær kalla svo aðra til  liðs við sig ef þurfa þykir.

Kaffihlé

8. Önnur mál.
Alex bað um orðið og ræddi um stöðuna sem upp er komin varðandi þá félagsmenn sem horfið hafa frá vettvangi félagsins vegna óánægju og taldi nauðsynlegt að vinna það fólk til baka.
Þórir fór yfir málin eins og þau voru á síðasta aðalfundi og lýsti því yfir að Heilaheill væri opinn öllum sem vildu starfa innan félagsins og hefðu fengið slag. Hann vildi sem mest og best samstarf við alla.
Hann vill byggja brýr á milli þeirra fylkinga sem vinna að sama marki til heilla fyrir slagþola og aðstandendur þeirra.  Allir alltaf velkomnir en lýðræðið ræður sagði hann að lokum.
Fundi slitið kl : 15:00

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur