Aðalfundargerð 2016

Aðalfundur Heilaheilla 28. febrúar 2016

Aðalfundur Heilaheilla haldinn í húsnæði samtakanna Sigtúni 42, sunnudaginn 28. febrúar kl 13:00 með beintengingu til fundarmanna á Akureyri, er Páll Árdal var í forsvari fyrir.

Formaður Þórir Steingrímsson leiddi inn fundinn og stakk upp á Gísla Ólafi Péturssyni (GÓP) sem fundarsjóra.  Gísli Ólafur Pétursson kjörinn samhljóða fundarstjóri og Baldur Kristjánsson (BK) sem fundarritari.

Skýrsla stjórnar.
Formaður sagði frá að Heilaheill hafi látið að sér kveða í baráttunni gegn slagi.  Rakti hann samstarf við önnur samtök.  Fór yfir samstarf við spítalanna og mikið væri unnið í forvörnum. Ræddi hann m.a. um að heilablóðföllum hafi fækkað úr áætlaðri tölu 700 í 343 á ári á nokkurra ára bili og kvaðst þakka það að hluta til með tilkomu Heilaheilla.  Þá greindi hann frá að fjallað hafi verið um snemmtæka íhlutun um atvinnutengda endurhæfingu.  Þá sagði hann frá samstarfi samtakanna í málstolsmálum við önnur félög og framfarir þar um.  Gat hann einnig um starf Akureyrardeildarinnar

Reikningar lagðir fram.
Axel Jespersen lagði fram reikninga og gerði grein fyrir þeim.  Skýrskla stjórnar og reikningar voru samþykkt af öllum greiddum atkvæðum, einn sat hjá.

Lagabreytingar
GÓP kynnti lagabreytingatillöga sem stjórn lagði fram við 5. grein. Gert er ráð fyrir að stjórnarmönnum fækki úr átta í fimm og breytingin taki gildi á aðalfundi 2017.  Lagabreytingatillagan var samþykkt samhljóða, einn sat hjá.

Kosning stjórnar
Kosið var eitt stjórnarsæti Þar sem Guðrún Torfhildur Gísladóttir hefur sagt sig úr stjórn : Gunnhildur Hjartardóttir bauð sig fram og kosin með lófataki.  Er stjórnin því skipuð:

 1. Þórir Steingrímsson, formaður
 2. Kolbrún Stefánsdóttir, varaformaður
 3. Axel Jespersen, gjaldkeri 
 4. Baldur Kristjánsson, ritari 
 5. Páll Árdal, meðstjórnandi 
 6. Haraldur Ævarsson, meðstjórnandi
 7. Gunnhildur Hjartardóttir, varamaður
 8. Árni Bermann, varamaður

Kosning 2ja skoðunarmanna reikninga.
Þór Sigurðsson og Valgerður Sverrisdóttir voru kjörin skoðunarmenn reikninga.

Fjárhagsáætlun.
Axel Jespersen gjaldkeri gerði grein fyrir henni. Áætlun væri ekki tilbúin, en kvað starfið verða áþekkt eins og sl. ár.

Kosning fulltrúa og talsmanna félagsins í ráð og nefndir
Allar trúnaðarstöður félagsins eru óbreyttar frá fyrri aðalfundum til aðalfundar 2017.

Önnur mál
Formaður skýrði frá bréfi Velferðarráðuneytis um veittan styrk þar sem félagið ætlar að nota við útgáfu á neyðarappi sem Heilaheill.  Von er á fjárframlagi frá Öryrkjabandalaginu.  Fram kom að innheimtu félagsgjalda þurfi að bæta.  Birgir Henningsson gagnrýndi að félagið væri of mikið í forvörnum sem væri þó frábært en þó þyrfti að lyfta félaginu meira, eins og Birgir orðaði það. Þurfum að nálgast unga fólkið sagði Birgir.  Þórir sagði félagið komið á ákveðinn stað og félagsmenn þurfa að vekja meiri áhuga á því sem það er að gera. Virkja þyrfti betur Heimasíðu og Facebook.  Þór Sigurðsson greindi frá reynslu sinni í samskiptum við slagþolendur. Það er ekki allt sem sést. Sagði frá duldu starfi sem skilaði árangri.  Fleiri ágætar dæmisögur voru sagðar m.a. um gildi forvarna.

Fleira gerðist ekki og fundi slitið.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
 • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

 • wordpress_test_cookie
 • wordpress_logged_in_
 • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur