Aðalfundargerð 2017

Aðalfundur Heilaheilla 2017

Haldinn laugardaginn 25. febrúar 2017 kl.13:00 að Sigtúni 42, 105 Reykjavík 

með tengingu í Stássið á Greifann á Akureyri.

Þórir Steingrímsson setti fund og gerði tillögu um Gísla Ólaf Pétursson sem fundarstjóra. Var það samþykkt. Fundarstjóri gerði tillögu um Baldur Kristjánsson sem fundarritara. Var það samþykkt.

Fjórtán voru mættir í Reykjavík og fjórir á Akureyri.

1.  Skýrsla stjórnar félagsins.
Formaður Þórir Steingrímsson fluttiskýrslu stjórnar. Fór yfir það helsta í starfsemi félagsins ss. málstolsfundi, kaffifundi, mjög vel heppnaða laugardagsfundi, fræðslufundi, samstarf við ÖBÍ og einstök félög innna þess, lækna, taugadeild, Grensás, fjallaði um heimasíðuna, samstarf við ráðuneyti, samstarf við Norðurlönd og Evrópusamtök (Safe) þar sem Kolbrún Stefánsdóttir situr nú í stjórn, fjallaði um appið nýja sem fer í síma o.fl. Stjórnarfundir eru haldnir mánaðarlega.

2.  Framlagðir endurskoðaðir reikningar til samþykktar.
Axel Jespersen gerði grein fyrir reikningum félagsins. Fjárhagur féagsins er góður. Reikningana má sjá á heimasíðu Heilaheilla. Heilaheill.is

Skýrsla stjórnar var samþykkt samhljóða svo og reikningar. Athugasemdir komu þó fram að reikningum væri ekki dreift í ljósriti en sæst var á það að þeir yrðu birtir á heimasíðu og sendir sérstaklega til eins aðila sem um það bað. Engar efnislegar athugasemdir komu fram.

3.  Lagabreytingatillögur bornar upp til afgreiðslu.
Engar lagabreytingar lágu fyrir.

4.  Kosning stjórnarmanna.
Í framboði voru. Til formanns Þórir Steingrímsson. Til tveggja stjórnarsæta og tveggja til vara: Axel Jespersen, Baldur Kristjánsson, Kolbrún Stefánsdóttir, Páll Árdal og Gísli Ólafur Pétursson. Gísli dró framboð sitt til baka vegna þess að fjöldi framboða væri nægur og Páll óskaði eftir því að verða varmaður. Þórir var samhljóða kosinn formaður. Axel og Kolbrún voru kjörnir til stjórnarsetu, Axel  með níu atkvæðum, Kolbrún átta.  Baldur og Páll verða því varamenn til stjórnar. Athugasemd kom fram við framkvæmd og niðurstöður kosninganna.

5.  Kosning 2ja skoðunarmanna reikninga
Valgerður Sverrisdóttir og Þór Sigurðsson og voru kosnir skoðunarmenn reikninga með lófataki.

6.  Fjárhagsáætlun borin upp til samþykktar.
Engin fjárhagsáætlun var borin upp. Fundurinn gaf stjórninni heimild til að ráða framkvæmdastjóra í hálft starf. Axel taldi svigrúm til þess.

7.  Kosning fulltrúa og talsmanna félagsins í ráð og nefndir.
Ekki var um slíkt að ræða.

8.  Önnur mál.
Fundurinn gaf stjórninni heimild til að stofna þriggja manna Heilaheillaráð.

 

Fleira gerðist ekki

 

Baldur Kristjánsson

Fundarritari.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur