Laugardaginn 4. nóvember hélt HEILAHEILL sinn reglulega félagsfund sem er ávallt opinn öllum, – ekki bara slagþolendum, aðstandendum og fag-aðilum, – heldur öllum sem hafa áhuga á fundarefninu! Formaðurinn Þórir Steingrímsson flutti skýrslu um félagið og stöðu þess innan samfélagsins. Gestir fundarins voru þau Kolbrún Stefánsdóttir, stjórnarmaður SAFE (Stroke Alliance for Europe), Kristín Stefánsdóttir, formaður Faðms greindi frá stöðu styrkarsjóðsins, Steinunn Arnars Ólafsdóttir, doktorsnemi í sjúkraþjálfun og Þór Tulinius, leikari og leikstjóri. Kaffi var á könnunni og margir tóku með sér gesti! Fundurinn var svo sendur beint út á Facebókinni hér og stjórnuðu því Júlíus Sveinbjörnsson og Kári Halldórsson, en fyrir þá sem ekki sáu sért fært að horfa á beina útsendingu, eru hvattir að sjá endursýninguna hér að neðan:
Fyrirlesarnir sátu fyrir svörum og margar spurningar voru lagðar fram. Kolbrún gerði grein fyrir stöðu félagsins innan SAFE, Steinunn hvatti alla félagsmenn til að taka þátt í spurningalistum er þeim yrði sendir á næstu misserum. Leikarinn Þór las úr verkum Guðmunar Andra Thorssonar við góðar undirtektir. Að lokum gæddu fundarmenn sér á kaffiveitingunum og héldu sér fróðari um málefnið en áður.