Aukin þjónusta við fólk með heilaskaða

Hópmeðferð fyrir fólk sem hlotið hefur heilaskaða verður efld á Reykjalundi með aukinni aðkomu sérhæfðra starfsmanna. Heilbrigðisráðherra hefur falið Sjúkratryggingum Íslands að ganga til samninga við Reykjalund um þessa þjónustu.

Sérfræðingar og samtök sjúklinga hafa um skeið bent heilbrigðisráðuneytinu á að heilbrigðisþjónustu og ýmsum stuðningi við fólk sem glímir við alvarlega heilaáverka og heilaskaða sé í ýmsu áfátt. Til að bregðast við þessum ábendingum fól ráðherra starfshópi að fara yfir stöðuna og leggja til úrbætur. Starfshópurinn skilaði ráðherra skýrslu með tillögum sínum í júní síðastliðnum og er þar meðal annars lagt til að efla hópmeðferð á Reykjalundi fyrir þá sjúklinga sem hér um ræðir.

Til ráðstöfunar í verkefnið er föst fjárveiting sem nemur tuttugu milljónum króna á ári. Í samningnum verður kveðið á um eðli þjónustunnar, magn og gæði. Gert er ráð fyrir að samningurinn gildi til allt að fimm ára.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur