Því miður er fylgni milli fjölda heilablóðfalla og aukinni velferð í Evrópu. Áætlað er að um 2 einstaklingar fái heilablóðfall á dag hér á landi, sem er um 0,18 % af 387.758 skráðum íbúum. Formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, sat ráðstefnu í Riga, Lettland 2023 21-23 mars s.l. á vegum SAPE sem er samevrópskt frumkvæði ESO og SAFE um stærsta heilablóðfallsverkefni sem ráðist hefur verið í allri í Evrópu hingað til. Því miður er engin sérstök landsáætlun um heilablóðfallið hér á landi, eins og gert er ráð fyrir í þessu átaki, svipað því sem er meðal allra annarra landa í fyrrnefndum samtökum. Hér á landi er engin skipulögð samvinna á milli fagaðila og slagþola um forvarnir, meðhöndlun og endurhæfingu, sem myndi falla undir landsáætlunina, þó fyrir liggi erindi fulltrúa SAP-E hér á landi til heilbrigðisyfirvalda þar um. Því miður, þrátt fyrir að heilablóðfallið sé 3ja stærsta dánarorsökin í heiminum og er Ísland ekkert undanskilið í þeim samanburði, þá draga heilbrigðisyfirvöld lappirnar og veigra sér við að koma upp þessari landsáætlun. Ef um er að ræða fækkun í fæðingartíðni, öldrun íbúa hér á landi, sem og í Evrópu á næstu 50 árum mun áætlaður kostnaður vegna slagsins vera úr 75 milljörðum evra árið 2030, 80 milljörðum evra árið 2035 og 86 milljörðum evra árið 2040. Þetta þýðir að á þessum árum er spáð að kostnaður vegna heilablóðfalls muni aukast um 26% og um 44% til 2040. Það verður að segjast eins og er að það vekur furðu að íslensk heilbrigðisyfirvöld séu helst til um of feimin við það að taka þátt í samtali við fagaðila og sjúklinga í að mynda landsáætlun um sjúkdóminn og draga úr vexti heilablóðfalla hér á landi til ársins 2030. 10 lönd eru búin að undirrita sína landsáætlun í samræmi viðSAPE!