Fjölgun slaga áhyggjuefni!

Michèle Schaub Jackson – Framkvæmda-stjóri – ESO og Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA. á góðri stund.
Fjölgun slaga áhyggjuefni!
10 lönd eru búin að undirrita sína landsáætlun!

Því miður er fylgni milli fjölda heilablóðfalla og aukinni velferð í Evrópu.  Áætlað er að um 2 einstaklingar fái heilablóðfall á dag hér á landi, sem er um 0,18 % af 387.758 skráðum íbúum.  Formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, sat ráðstefnu í Riga, Lettland 2023 21-23 mars s.l. á vegum SAPE sem er samevrópskt frumkvæði ESO og SAFE um stærsta heilablóðfallsverkefni sem ráðist hefur verið í allri í Evrópu hingað til.  Því miður er engin sérstök landsáætlun um heilablóðfallið hér á landi, eins og gert er ráð fyrir í þessu átaki, svipað  því sem er meðal allra annarra landa í fyrrnefndum samtökum.  Hér á landi er engin skipulögð samvinna á milli fagaðila og slagþola um forvarnir, meðhöndlun og endurhæfingu, sem myndi falla undir landsáætlunina, þó fyrir liggi erindi fulltrúa SAP-E hér á landi til heilbrigðisyfirvalda þar um.  Því miður, þrátt fyrir að heilablóðfallið sé 3ja stærsta dánarorsökin í heiminum og er Ísland ekkert undanskilið í þeim samanburði, þá draga heilbrigðisyfirvöld lappirnar og veigra sér við að koma upp þessari landsáætlun.  Ef um er að ræða fækkun í fæðingartíðni, öldrun íbúa hér á landi, sem og í Evrópu á næstu 50 árum mun áætlaður kostnaður vegna slagsins vera úr 75 milljörðum evra árið 2030, 80 milljörðum evra árið 2035 og 86 milljörðum evra árið 2040. Þetta þýðir að á þessum árum er spáð að kostnaður vegna heilablóðfalls muni aukast um 26% og um 44% til 2040.  Það verður að segjast eins og er að það vekur furðu að íslensk heilbrigðisyfirvöld séu helst til um of feimin við það að taka þátt í samtali við fagaðila og sjúklinga í að mynda landsáætlun um sjúkdóminn og draga úr vexti heilablóðfalla hér á landi til ársins 2030.  10 lönd eru búin að undirrita sína landsáætlun í samræmi viðSAPE!

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur