Þing landssambands fatlaðra Sjálfsbjargar var haldið að Hátúni 12, í Reykjavík dagana 19. til 20. Það ályktaði um brýn málefni fatlaðra, sem m.a. varða stoðþjónustu og hjálpartækjamál. Sérstaklega var ályktað um væntanlegt frumvarp til laga um mannvirki, sem er í undirbúningi hjá umhverfisráðuneytinu, og koma skal í stað eldri byggingarlaga. Þetta frumvarp snertir stærsta hagsmunamál Sjálfsbjargar, að […]
Heilaheill er aðili að SAMTAUG, sem eru Félag MND – sjúklinga; Heilaheill; LAUF – Landssamtök áhugafólks um flogaveiki; MG – félag Íslands; MS – félag Íslands og Parkinsonsamtökin á Íslandi. Fulltrúum þessara samtaka var boðið á ársfund LSH í húsakynnum Ýmis við Skógarhlíð fimmtudaginn 27. apríl s.l.. Kom fram að rekstur Landspítala – háskólasjúkrahúss er umfangsmikill og […]
Mánudaginn 24. apríls.l. hélt nýkjörin stjórn Hollvinafélags Grensásdeildar sinn fyrsta fund, eftir að hafa verið kosin eftir velheppnaðan stofnfund og skipti með sér verkum. Formaður er Gunnar Finnsson, rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi aðstoðarframkæmdastjóri hjá alþjóðaflugmálastofnuninni, varaformaður er Þórir Steingrímsson, rannsóknarlögreglumaður og formaður Heilaheilla, gjaldkeri Sveinn Jónsson, endurskoðandi og ritari er Sigmar Þór Óttarsson, kennari. Meðstjórnendur eru læknarnir Ásgeir Ellertsson og Anna Geirsdóttir. […]
Margir félagar HEILAHEILLA, sjúklingar, aðstandendur, fagaðilar, velunnarar og gestir sóttu kaffifund Heilaheilla, sem haldinn var á Hótel Reykjavík Centrum 4, febrúar s.l.. Voru sýnd af DVD-diskum viðtöl úr ýmsum sjónvarpsþáttum við þá sem höfðu fengið heilablóðfall og síðan skrafað og lagt á ráðin Framvarðasveitin, Katrín Júlíusdóttir alþingismaður, Þórir Steingrímsson ranns.lögr.maður, Edda Þórarinsdóttir leikkona og Ragnar […]
Miðvikudaginn 7.júní 2006 hófst formlegt söfnunarátak fyrir sjóðinn Faðm, sem er stuðningssjóður fyrir unga foreldra sem hafa fengið heilablóðfall. Fundurinn var haldinn í Iðuhúsinu við Lækjargötu við fjölmenni. Fundarstjóri var Rósa Björk Brynjólfsdóttir og lýsti Heilaheill sem félagi fólks, sem fengið hefur heilablóðfall, aðstandenda þeirra og fagfólks. Meðal fundarmanna sáust Karl Sigurbjörnsson, biskup, alþingismennirnir Össur […]
Fimmtudaginn 29.júní 2006 var fundur í samskiptum fulltrúa SAMTAUGAR, þeirra Valdimars Arnþórssonar, Péturs Halldórs Ágústssonar, Þóris Steingrímssonar og fulltrúa LSH, þeirra Jónínu Hafliðadóttur og Marianne Elisabeth Klinke, samkvæmt undirritaðri yfirlýsingu um samstarf með Landspítala-háskólasjúkrahúss og SAMTAUGAR á taugadeild sjúkrahússins B2 í Fossvogi. Í samstarfi félaga taugasjúklinga eru eftirtalin félög: Félag MND – sjúklinga; Heilaheill; LAUF – […]
Nú er komið að árlegri dagsferð okkar sem verður laugardaginn 12. ágúst 2006. Stefnt er að því að eiga góðan dag á Njáluslóðum með viðkomu í Hestheimum í bakaleiðinni. Ætlunin er að mæta kl. 10 Hátúni 12, húsi Sjálfsbjargar og fara þaðan með rútu. Keyrt verður svo austur að Hvolsvelli og komið við á Sögusetrinu. […]
Í ljósi þeirrar þróunar er hefur verið innan félagsins á undanförnum árum og m.a. í breyttri húsnæðisaðstöðu, þá hefur komið hefur fram í umræðunni að þörf sé á að félagið láti meira að sér kveða, jafnt innan sem utan velferðarkerfisins. Það er mikilvægt að hafa í huga, að þó svo að heilbrigðiskerfið telji sig ekki […]
Miðvikudaginn 5. apríl 2006 héldu samtökin Hollvinir Grensásdeilar stofnfund sinn í safnaðarheimili Grensáskirkju klukkan 20:00 og gerðust margir stofnfélagar. Gestir fundarins voru Siv Freiðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, er kvaðst hafa lært sjúkraþjálfun á Grensásdeild á þeim tíma er sundlaugin var tekin í notkun og Ingólfur Margeirsson, rithöfundur, er las úr bók sinni “Afmörkuð stund”. Að undirbúningi störfuðu […]
Unnið hefur verið að fullum krafti af undirbúningshópi að stofnfundi Hollvinasamtaka Grensásdeildar næstkomandi miðvikudag 5. apríl kl. 20, í safnaðarheimili Grensáskirkju í Reykjavík. Í þessum hópi eru þeir Gunnar Finnsson, Þórir Steinrímsson, Sigmar Þór Óttarsson, Sveinn Jónsson og Ásgeir B. Ellertsson. Þeir líta svo á að endurhæfingastarfsemi Grensásdeildar sé af því tagi, að hún sé mjög arðbær og þjóðhagslega hagkvæm og […]




