Góðgerðarpizza DOMINO´S 2024 var s.l. viku til styrktar HEILAHEILL og safnaðist 4.440.551 kr.– og á fyrirtækið miklar þakkir skilið. Formaðurinn, Þórir Steingrímsson tók á mótin fjárhæðinni úr hendi Magnúsar Hafliðasonar, forstjóra DOMINO´S. Fyrirtækið er að vekja athygli á góðu málefni og í þessu tilfelli slaginu, heilablóðfallinu, og baráttu félagsins að ná til almennings um að þekkja helstu einkennin, undir orðinu S-L-A-G, þ.e.
-
S jóntruflun og skyntap
-
L ömun útlima
-
A ndlitslömun
-
G latað mál
Að þekkja þessi einkenni og hringja strax í 112, er almenningur að vinna gegn sjúkdómnum með HEILAHEILL, – en slagið er metið 3. stærsta dánarorsökin í heiminum! Hér á landi eru a.m.k. 2 á dag sem er tveimur of mikið!
-
- Heilablóðfall er leiðandi dánarorsök og fötlunar er fer fjölgandi.
- Kostnaðurinn mun aukast ef við aðhöfumst ekkert.
- Vitund almennings og forvarnir munu draga úr fjölda innlagna á sjúkrahúsum og draga úr kostnaði.
- Skjótur aðgangur að meðferð og endurhæfingu mun draga úr fötlun og langtímakostnaði
Skipulagður langtímastuðningur þýðir að fólk er félagslega hreyfanlegt að komast aftur í vinnu og menntun