Hinn venjubundni “laugardagsfundur” HEILAHEILLA var haldinn 1. nóvember s.l. í fundaraðstöðu félagsins að Sigtúni 42, Reykjavík. Að þessu sinni heimsótti Ástrós Sverrisdóttir, hjúkrunarfræðingur, verkefnastjóri vísindarannsókna í taugalækningum á LSH og ræddi við fundarmenn um “Arfgenga heilablæðingu”, – eftir að formaðurinn, Þórir Steingrímsson, fór yfir stöðu félagsins. Eftir það tók Albert Ingason, þúsundþjalasmiður og velunnari HEILAHEILLA við með söng og örsögum. Hefur félagið ávallt leitast við að hafa félags-; skemmti- og fræðsluefni á boðstólum hverju sinni, auk þess sem fundarmönnum er boðið upp á ókeypis kaffisopa og meðlæti, – sem góður rómur hefur verið lagður af. Öllu fróðari um heilablóðfallið, – fóru fundargestir ánægðari heim.