Enn er starfsemi HEILAHEILLA í fullum gangi, bæði í verkefnum á vegum ÖBÍ; NORDISK AFASIRÅD; sem Ísland gegnir formennsku í, myndun innlents tengslanets um SAP-E, (Stroke Action Plan for Europe); frestun aðalfundar með fundum á netinu! Þannig eru málin leyst! Allir sem koma að þessari vinnu leggja sig mikið fram og eiga þeir miklar þakkir skilið. Framundan er félagslífið undir COVID-ástandinu komið, – en stefnt er að því að geta a.m.k. verið með einn félagsfund að vori í Reykjavík og á Akureyri áður en haldið er í sumarfríið. Þeir Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA og Björn Logi Þórarinsson, lyf- og taugasérfræðingur á Landspítalanum, tóku þátt í 70 manna ráðstefnu frá flestöllum löndum Evrópu -, SAP-E, (Stroke Action Plan for Europe) og það á netinu og fylgdust með þróun annarra landa um slagið. Þar er lögð áhersla að ná til almennings og ekki síður stjórnvalda með málefni heilablóðfallssjúklinga.