Fundargerð stjórnar 28. janúar 2021

Mættir:  Þórir Steingrímsson, formaður, Páll Árdal, gjaldkeri og Baldur B. E. Kristjánsson, ritari.  Bryndís boðaði forföll.  Kolbrún gat ekki tengt sig við fundinn https://heilaheill.is/fjarfundir/ og birtist aldrei á vefsvæðinu. 

Dagskrá:

  1. Formaður gefur skýrslu
  2. Fjármál félagsins.
  3. HHH-hópurinn
  4. SAPE
  5. Aðalfundur
  6. Önnur mál

Engar athugasemdir komu fram við boðun fundarins né við dagskrá hans.

Skýrsla formanns.
Þórir Steingrímsson formaður fór yfir starfsemi SAPE hópsins sem í eru 12 eintaklingar frá Íslandi.  Guðrún Jónsdóttir læknir er í þessum hópi frá Heilaheillum ásamt formanni.  Hafa þau setið fjarfundi hópsins en SAPE vinnur að stefnumörkun um málefni Heilablóðfalls í Evrópu sbr. fyrri fundargerðir og liðinn ,,Erlent samtalá heimasíðu  Heilaheilla. Í nefndum hópi eru einkum fagaðilar, læknar.  Heilaheill er eina félagið hér með formlega aðkomu.  Næsti fundur SAPE verður 10 febrúar. Hópurinn stefnir að því að verða tilbúinn með yfirlýsingu um Heilablóðfallsmáefni um mitt ár. Ljóst að að mikið þarf að gerast á Íslandi þar sem engin slagdeild er. Eftirfylgnin er t.d. ekki sú sama hér og í Danmörku og Finnlandi,að sögn Þóris.  Þá þyrfti að huga að eftirfylgnimálum á landsbyggðinni og í stórbæjum eins og Akureyri.  Samþykkt var að Guðrún Jónsdóttir læknir, félagsmaður í Heilaheill, yrði áfram fulltrúi samtakanna ásamt formanni á þessum fundum og í þessum tengslum.

Fjármál
Páll gjaldkeri gaf skýrslu og sagði að Heilaheill ætti nú á þrjár milljónir á reikningi sínum í Íslandsbanka. Eitthvað er auk þess á reikningum vegna Slagorðs og Kvilmyndar sbr. fyrri fundargerðir.

HHH– hópurinn.
Þessum lið var sleppt vegna fjarveru Kolbrúnar sem hefur með
þessi tengsl að gera.

SAPE
.
Sjá lið 1.

Aðalfundur.  
Samþykkt var að senda félagsmönnum bréf með eftirfarandi bókun sem stjórnin samþykkti:  
,,Stjórn Heilaheilla samþykkir að fresta aðalfundi Heilaheilla 2021 sem á samkvæmt lögum félagsins að vera í febrúar til haustins nánar tiltekið september n.k.. Er þetta gert með vísan til samkomubanns stjórnvalda vegna farsóttarinnar sem nú geysar.  Stjórninni líst ekki á þá lausn að halda aðalfundinn sem fjarfund með vísan til þess að flestir eru slíku formi lítt vanir og myndi slíkur fundur því lítt ná markmiðum lýðræðislegs aðalfundar.  Engu að síður telur stjórnin sér skylt að halda slíkan fund komi fram eindregin krafa um það frá félagsmanni.  Þessi bókun er send öllum félagsmönnum og þarf krafa um fjarfund að koma fram eigi síðar en 10. Febrúar 2021

Önnur mál
.
Engin.  
Fundi slitið kl. 18:00  Baldur Kristjánsson fundarritari.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur