20. janúar s.l. var hald-inn góður og framsæk-inn netfundur á með læknum, hjúkrunar-fræðingum, talmeina-fræðingum og fleirum fagaðilum er annast heilablóðfallið frá ýmsum landshornum í íslenska heilbrigðis-kerfinu. Til umræðu var að fylgjast með evrópskri aðgerðaráætlun SAP-E, þar sem fagaðilar og sjúklingar taka höndum saman er varðar heilablóðfallið. SAP-E, (Stroke Action Plan for Europe) er byggð á undirrituðu samkomulagi er samtökin ESO (European Stroke Association) og SAFE (Stroke Alliance For Europe) gerðu með sér 2018, þar sem gert er ráð fyrir að hvert land fyrir sig innan samtakanna vinni að ákveðnum markmiðum skv. sérstakri greiningu. Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA, og Björn Logi Þórarinsson, lyf- og taugasérfræðingur fluttu fyrirlestra í upphafi fundar og gerðu grein fyrir fyrirætlunum um tengslanet aðila. Að þeim loknum hófust umræður með þátttakendum, er skiptu með sér verkum og ákveðið var hafa næsta fund í byrjun febrúar.