Fundargerð stjórnar 17. desember 2020

Stjórnarfundur, fjarfundur, fimmtudaginn 17. desember 2020 kl.17:00 á slóðinni https://meet.jit.si/FJARFUNDUR_HEILAHEILLA

Mætt voru Þórir Steingrímsson, formaður, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari, Páll Árdal, gjaldkeri og Kolbrún Stefánsdóttir, varamaður, en Bryndís Bragadóttir, varamaður boðaði forföll.

Dagskrá hafði verið send út rafrænt í fimm liðum sem fylgt er hér í fundargerðinni og til frekari glöggvunar voru stjórnarmenn beðnir að kynna sér: https://heilaheill.is/sape-fundargerd-dags-10-12-2020-kl-1130-ad-hraunbraut-22-200-kopavogi/

Þórir bauð fundarmenn velkomna og engar athugasemdir komu við boðun fundarins.

 1. Formaður gefur skýrslu m.a. um SAPE (SAFE+ESO = Action Plan for Stroke in Europe 2018–2030)
 2. Fjármál félagsins
 3. Nordisk Afasiråd
 4. Aðild að forvarnarátaki ANGELS
 5. Önnur mál.
 • Skýrsla formanns
  Gaf hann skýrslu m.a. um SAPE (SAFE+ESO = (Stroke Action Plan for Europe  2018–2030) og þar kom fram að ekki væri búið að stofna fagráð um heilablóðfallið.  Sjúklingum væri mismunað, munur væri á umönnun. Hjartasjúklingar gæti t.a.m. farið á Hjartadeild.  Engin samsvarandi Heiladeild væri til.  Fjarfundur verður 19. Janúar með hinum erlendu aðilum og hélendra aðila þ.m.t. Heilaheilla.
 • Fjármál félagsins.  
  Páll Árdal gjaldkeri gaf ítarlega skýrslu.  Allt er á áætlum með blaðið, Slagorðið, þ.e. tekjur og gjöld.  Á reikningi félagsins eru nú kr. 1.193.000 í Íslandsbanka. Hundrað sextíu og níu þúsund  í Arion banka. Sömuleiðis er að safnast inn fyrir kvikmyndinni um Heilablóðfallið en gerð hennar hefst sennilega í haust. (Sjá fyrri fundargerðir).
 • Nordisk Afasiråd.  
  Þórunn Halldórsdóttir er búinn að sækja um í framlag úr hinum NVC (Norræna velferðarsjóðnum). Stjórnin veitti heimild fyrir sitt leiti til þess að ráða manneskju í umsóknarferlið sem er flókið. Búast má við að framlagi úr sjóðnum 30.000 kr. sem umsýslukostnaður sem færi í að greiða þeirri manneskju laun.  Erum aðilar að að forvarnarátaki ANGELS. Okkar nafn er þar inni sem sjúklingafélag.  Stjórnin samþykk því enda ekki um nein útgjöld að ræða. Go Red og öllu slíku aflýst vegna samkomutakmarkana.
 • Forvararátakið FAST-hetjurnar.   
  Formaðurinn gaf skýrslu um gott samstarf við um að Dr. Marianne E. Klinke forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingasjúklinga væri lögð af stað með verkefnið og félagið hefur liðsinna henni eftir getu.
 • Önnur mál.
  1.  Upplýst var að um áramótin kæmi framlag frá ÖBÍ  upp á 1.900 miljónir.  Þessi setning á reyndar heima undir lið 2 en kom eins  og skrattinn úr sauðaleggnum undir þessum lið.
  2.  Páll upplýsti að frestur til kynninga vegna Samfélagsstyrks sem Heilaheill ,,Norðurdeild“ hlaut í fyrra til kynningarstarfssemi hefði verið framlengdur vegna samkomutakmarkana.

  Fleira gerðist ekki,

Baldur Kristjánsson, fundarritari.

 

 

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
 • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

 • wordpress_test_cookie
 • wordpress_logged_in_
 • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur