Tékkland er 13. landið í Evrópu til að samþykkja viljayfirlýsingu SAPE um aðgerðir gegn heila-blóðfalli í Evrópu til 2030 er færir landið enn einu skrefi nær því að tryggja hæstu gæðaþjónustu, öryggi og stuðning við slagþola. Hér á landi er gæði þjónustu á bráðastigi góð, en mætti þó gera betur öðrum sviðum, s.s. félagslegum þáttum, þ.m.t. í snemmtækri íhlutun (viðbragðinu) og eftirfylgni. Fer mikið eftir því að almenningur bregðist rétt við og láti vita af sér nógu snemma er slagið ríður yfir. Sjóntruflun, lömun útlima, andlitslömun og glatað mál eru helsti einkennin og það fer mikið eftir því að einstaklingurinn láti vita af sér í tæka tíð! Þá er unnt að koma í veg fyrir frekari skaða! Við Íslendingar erum í góðu færi um að gera frábæra hluti, svo fremi að heilbrigðisyfivöldum hér á landi takist að kynna sér þetta merka átak í þaula og í samvinnu við SAPE-hópinn, sem eru fagaðilar og slagþolendur er hafa starfað hér á landi um málefnið um nokkurt skeið og stuðla að því að undirritun viljayfirlýsingar SAPE þar um verði gerð að veruleika og þar með samflota öðrum Evrópuþjóðum í átaki gegn heilaslagi.