Í stríði gegn heilablóðfalli!

Enn og aftur er HEILAHEILL á ráðstefnu.  Mikil áhersla hefur verið lögð á það á undanförnum árum að efla samvinna á milli fagaðila og félagssamtaka sjúklinga í baráttunni gegn slagi.  Beðið er eftir að íslensk stjórnvöld undirriti viljayfirlýsingu SAP-E, sem er eitt stærsta heilablóðfallsverkefni sem ráðist hefur verið í Evrópu.  Dr. Marianne E. Klinke, tauga […]

Merkur fundur, – mikilvægi félagsins!

Merkur fundur var 15. janúar 2025 með fulltrúum HEILAHEILLA, Þóri Steingrímssyni formanni félagsins, Sædísi Þórðardóttur stjórnarmanni og Valgerði Sverrisdóttur félaga og verkefnahóps Landspítalans, þeim Margréti Evu Árnadóttur og Melkorku Jónsdóttur um að efla samskipti og samstarf milli aðila, – um upplifun slagsjúklinga og slagþola í heilbrigðiskerfinu.  Rætt var um með-höndlun, endurhæfingu og eftirfylgni og með […]

30 ár afmæli HEILAHEILLA

30 ára afmælisfundur HEILAHEILLA var haldinn í húsakynnum félagsins 7. desember 2024 í Mann-réttindahúsinu ÖBÍ, Sigtúni 42, Reykjavík, með fjartengingu til félagsmanna um allt land.  Þórir Steingrímsson, formaður, fór stuttlega yfir stofnun félagsins og hvers hlutverk þess er í dag, en félagið tekur þátt í sameiginlegu átaki evrópskrar aðgerðaráætlunar SAP-E, þar sem fagaðilar og sjúklingar […]

SAP-E – átakið komið á skrið!

Miðvikudaginn 6. nóvember héldu fulltrúar SAP-E (Stroke Action Plan for Europe), hér á landi Björn Logi Þórarinsson lyf- og taugalæknir, dr. Marianne E. Klinkeforstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingasjúklinga og Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA, fund með Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra og Selmu Margréti Reynisdóttur, starfsmanni ráðuneytisins, um þátttöku Íslands í stærstu aðgerðaráætlun gegn slagi í Evrópu til 2030!  Þessi fundur […]

Karl fór á kostum!

Laugardagsfundur HEILAHEILLA fór fram samkvæmt venju í félagsaðstöðu þess í Mannréttindahúsi ÖBÍ, Sigtúni 42.  Sérstakur gestur var hinn þjóðkunni Spaugstofumaður Karl Ágúst Úlfsson, leikari, leikstjóri og rithöfundur.  Eftir inngangserindi Þóris Steingrímssonar, formanns HEILAHEILLA, um stöðu félagsins innan Evrópusamfélagsins SAP-E, las Karl upp bráðskemmtilega kafla úr handriti sínu í ætlaða bók, við mikinn fögnuð og hlátur […]

Arfgeng heilablæðing

Fimmtudaginn 17. október kom fjöldi fólks á fund að Hæðargarði 31, um bókina Sjávarföll, um ættarsögu fimm kynslóða er glímdu við arfgenga heila-blæðingu. Persónur birtast okkur í því umhverfi og að-stæðum sem þær lifðu við samkvæmt þeim ríkulegu heimildum sem höfundur byggir söguna á. Frásögnin er sett fram á þann hátt að hún endurspeglar tíðaranda […]

Við eigum öll jafnan rétt til sjálfstæðs lífs!

Fjölsóttur aðalfundur Mannréttindasamtakanna ÖBÍ 2024 var haldinn dagana 4.-5. október í húsnæði Natura, Nauthólsvegi 52, Reykjavík og sendur var út á samskiptaforritinu Zoom.  Kosið var um varaformann samtakanna og nýja stjórn með rafrænum hætti og gekk hún vel fyrir sig.  HEILAHEILL er með 3 fulltrúa með atkvæðisrétt, er mættu til leiks ásamt 1 varamanni.  Gengið […]

Er verðbólgudraugurinn að hrella þig?

Verðbólgan hefur nefnilega leikið landsmenn grátt síðustu misseri. Það er allt of dýrt að fara út í búð, fólk á rétt svo fyrir húsnæðiskostnaði og það er illa hægt að gera eitthvað skemmtilegt þegar það er búið að greiða fyrir nauðsynjar. Þótt núna sé loksins farið að rofa til, stýrivextir hafi verið lækkaðir örlítið, er […]

Sérfræðingarnir hittast!

Hingað til lands komu tékkneskir talmeinafræðingar þar sem HEILAHEILL myndaði samband við systurfélag sitt CEREBRUM í Tékklandi um málstol, þar sem tengsl þessara félaga samrýmdist EU4-Health EES á sviði heilbrigðismála er hefur það að markmiði að styðja við nýjungar á sviði heilbrigðisvísinda, umbætur og bætt öryggi í heilbrigðisþjónustu, bætta heilsu og koma í veg fyrir sjúkdóma og vernda […]

Öflugt samstarf við talmeinafræðinga!

Fyrsti laugardagsfundur HEILAHEILLA á þessu starfstímabili var 7. september með, beintengingu í gegnum samskiptaforritið ZOOM.  Nokkuð margir tengdust fundinum, m.a. frá Akureyri og víðar.  Formaðurinn, Þórir Steingrímsson, bauð Þórunni Hönnu Halldórsdóttur, fv. formanni Félags talmeinafræðinga á Íslandi, fv. yfirmaður talmeinafræðinga við Reykjalund, aðjúnk við HÍ og nú teymisstjóri/talmeinafræðingur hjá Kjarki og dr. Helgu Thors sérstaklega […]

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur