Vetrarstarfið 2025-2026 hafið!

Fyrsti laugardagsfundur HEILAHEILLA var haldinn í félagsaðstöðu þess að Sigtúni 42, Reykjavík, með nettengingu til allra félagsmanna, er gátu fylgst með.  Þórir Steingrímsson, formaður félagsins flutti erindi um stöðu félagsins og starfið framundan.  Greindi hann frá því að hann væri landsfulltrúi Íslands (national coordinator) innan SAP-E, ásamt Birni Loga Þórarinssyni, lyf- og taugasérfræðingi og Dr. Marianne Elisabeth Klinke, […]

Fundir HEILAHEILLA

HEILAHEILL verður með ókeypis fræðslu og skemmtan fyrir alla er hafa áhuga á málefninu. Reykjavík – Sigtúni 42, fyrsta laugardag hvers mánaðar kl.11:00 Hægt verður að fylgjast með fundinum á “Zoom” hér, – góðir gestir koma í heimsókn Akureyri – á Greifanum, Glerárgötu 20 annan miðvikudag hvers mánaðar kl.18:00 Hægt verður að fylgjast með fundinum […]

TÖKUM TIL MÁLS Í SÓKN!

Nokkrir meðlimir hópastarfsin “Tökum til máls“, á vegum HEILAHEILLA, fyrir fólk með málstol, stýrt af þeim Þórunni Hönnu Halldórsdóttur og Helgu Thors talmeinafræðingum, fóru á fund í heilbrigð-isráðuneytinu til að ræða stöðu fólks með málstol og brýna þörf fyrir heildræna þjónustu fyrir full-orðna með ákomna máltruflun.  Hafa þær m.a. leitt starf félagsins í samskiptum við […]

TÖKUM TIL MÁLS í haust!

Málstolshópur HEILAHEILLA “TÖKUM TIL MÁLS” kom sér saman, ásamt aðstandendum á ánægjulegri “lokaæfingu” að vori, á vænum veitingastað laugardaginn 17. maí s.l. og naut góðs hádegisverðar.  Er þetta annað árið sem þetta átak hefur verið innan félagsins og hefur þjálfunin farið fram í aðstöðu þess í Mannréttindahúsi ÖBÍ, Sigtúni 42, Reykjavík.  Hafa talmeina-fræðingarnir dr. Helga […]

Hvar stöndum við og hvert stefnum við varðandi slagið?

Læknablaðið birti nýlega fróðlega grein þeirra Björns Loga Þórarinssonar, læknis, lyf- og taugasérfræðings og talsmanns SAP-E hér á landi og Dr. Marianne E. Klinke forstöðmanns fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingasjúklinga.  Hafa þau verið tíðir gestir á “Laugardagsfundum” HEILAHEILLA og setið fyrir svörm!  Þau draga fram nákvæma rannsókn í greininni á stöðu slagsjúklinga hér á […]

Magnaður fundur um endurhæfingu og eftirfylgni!

Laugardagsfundur HEILAHEILLA var haldinn 5. apríl 2025 í ODDSSTOFU Mannréttindahúss ÖBÍ, við góða aðsókn og með opinni Zoom-tengingu, – er hægt var að sækja á heimasíðunni.  Formaðurinn Þórir Steingrímsson opnaði fundinn og bað alla velkomna og kynnti sérstaka gesti fundarins, er voru Finnbogi Jakobsson, taugasérfræðingur á endurhæfingardeild Landspítalans, Grensás, er fór yfir spasticities/spasma eftir slag […]

Málstolsþjálfun HEILAHEILLA í evrópskri samvinnu!

Heilaheill hefur tekið þátt í þróunarverkefni með Cerebrum, sem eru tékknesk samtök fólks um ákominn heilaskaða. Verkefnið var stutt af Uppbyggingasjóði EES og Noregs (EEA and Norway Grants). Verkefnið fól í sér heimsókn tékkneskra talmeinafræðinga og fulltrúa Cerebrum hingað til lands til að kynna sér starfsemi Heilaheilla, þ.m.t. hópastarf félagsins með fólki með málstol. Þá […]

Athyglisvert viðtal við tvo slagþola!

 Athyglisvert viðtal við slagþolendurna Árna Ísberg og Bjarna Kristjánsson, í Morgunblaðinu 22. febrúar, þar sem þeir lýsa heilablóðfallinu hver fyrir sig, viðbrögðum við slaginu og endurhæfingu.  Hafa þeir lagt mikið á sig að takast á við afleiðingarnar.  Þar sem heilablóðföllum fer fjölgandi og um þriðjungur þeirra er lifa af slagið af eru fatlaðir, hafa lélega […]

Randver fór með GERVILIMRUR Gísla Rúnars!

Fyrsti “laugardagsfundur” félagsins á þessu ári var  í húsakynnum félagsins 1. febrúar sl., góð aðsókn og með tengingu út á land!  Gestur fundarins var Randver Þorláksson, leikari.  Þórir Steingrímsson, formaður flutti fyrst erindi um “Líf eftir slag”, er var efni fundarins.  Útskýrði hann umræður um málefnið, þar sem hann var nýkominn af ráðstefnu SAP-E í […]

Í stríði gegn heilablóðfalli!

Enn og aftur er HEILAHEILL á ráðstefnu.  Mikil áhersla hefur verið lögð á það á undanförnum árum að efla samvinna á milli fagaðila og félagssamtaka sjúklinga í baráttunni gegn slagi.  Beðið er eftir að íslensk stjórnvöld undirriti viljayfirlýsingu SAP-E, sem er eitt stærsta heilablóðfallsverkefni sem ráðist hefur verið í Evrópu.  Dr. Marianne E. Klinke, tauga […]

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur