Steinunn A. Ólafsdóttir sjúkraþjálfari sem er í doktorsnámi í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands og beinist verkefni hennar að fullorðnum einstaklingum sem hafa fengið heilaslag og skiptist verkefnið í tvo meginhluta. Annars vegar verður nú á vormánuðum send út könnun á þá sem fengu sitt fyrsta og eina heilaslag á tímabilinu 1.apríl 2016 til 1.apríl 2017. […]
Laugardaginn 17. mars héldu fulltrúar HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson formaður og Baldur Kristjánsson stjórnarmaður til Ísafjarðar og funduðu með heimamönnum, sjúklingum, aðstandendum og fagaðilum á HVEST (Heilbrigðisstofnun Vestfjarða) með góðri aðstoð Harðar Högnasonar, hjúkrunarfræðings er hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá stofnuninni. Var þetta liður félagsins í að stuðla að vitund almennings um slagið (heilablóðfallið) […]
Miðvikudaginn 14. mars s.l. boðaði heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, sjúklingafélög, m.a. HEILAHEILL, er fengu úhlutuðum styrk frá ráðuneytinu á sinn fund á Hótel Natura Reykjavík. Þeir Þórir Steingrímsson, formaður og Birgir Henningsson veittu styrknum viðtöku fyrir hönd félagsins. Í ávarpi sínu lagði ráðherra áherslu á að stjórnvöld væru með þessari styrkveitingu að heiðra hið óeigingjarna starf […]
Söngkonan Svala Björgvinsdóttir var flutt á spítala síðasta þriðjudag í Los Angeles eftir að hún fékk snert af heilablóðfalli eða transient ischemic attac (TIA). Hún hlaut engan varanlegan skaða af og er á góðum batavegi. Að sögn lækna brugðust hún og eiginmaður hennar Einar Egilsson hárrétt við með því að leita strax læknis. „TIA-kast hefur […]
HEILAHEILL, félag slagþolenda (heilablóðfall), ætlar að koma á kaffifundum á landsbyggðinni, eins og það hefur gert að undanförnu á Akranesi, Reykjanesbæ, Selfossi og víðar og kynna fyrir landsmönnum um viðbrögð við áfallinu, meðhöndlun og endurhæfingu. Ætlunin er að vera með þessar kynningar á þekktum fundar/kaffistað í héraði, er almenningur getur sótt. Áformað er að kalla […]
Þú finnst hvar sem þú ert, starfsmenn Neyðarlínunnar geta miðað þig út og fundið þig! Það er sama hvar þú ert hér á landi, – uppi á miðjum Vatnajökli eða í miðjum Hallormsstaðarskógi, – það er sama, þú finnst hvar sem þú ert og skiptir ekki máli hvernig þú ert á þig kominn, – þú […]
Eins og Björn Logi Þórarinsson, taugalæknir á LSH, tjáði fundarmönnum á fundi HEILAHEILLA s.l. laugardag 6. janúar 2018, að í vændum væri að taka upp markverðar nýjungum hér á landi við segabrottnám í heilaslagæðum á Landspítalanum! Þá kom yfirlýsing frá Pétri H. Hannessyni yfirlækni röntgendeildar um að frá og með deginum í dag (9. janúar […]
HEILAHEILL hélt sinn mánaðarlega morgunfund í morgun, 1. laugardag hvers mánaðar í húsakynnum félagsins að Sigtúni 42, Reykjavík. Var þessi fundur hinn merkilegasti fyrir það hvað hann var fróðlegur og skemmtilegur! Fjöldi manns kom og hlýddi á það sem fram fór, enda var af nógu af taka. Eftir að formaðurinn, Þórir Steingrímsson, hélt erindi sitt […]
Aðventufundur, laugardagsfundur HEILAHEILLA degi fyrir aðventuna, var haldinn 2. desember í Sigtúni 42, Reykjavík, eins og auglýst var, var honum “streymt” á Facebókina og þeir Júlíus Sveinbjörnsson og Kári Halldórsson, nemendur í kvikmyndagerð við Borgarholtsskóla, sáu um það. Geta allir svo skoðað fundinn eftirá á YouTube. Séra Baldur Kristjánsson, félagi og stjórnarmaður, reið á vaðið […]
Laugardaginn 4. nóvember hélt HEILAHEILL sinn reglulega félagsfund sem er ávallt opinn öllum, – ekki bara slagþolendum, aðstandendum og fag-aðilum, – heldur öllum sem hafa áhuga á fundarefninu! Formaðurinn Þórir Steingrímsson flutti skýrslu um félagið og stöðu þess innan samfélagsins. Gestir fundarins voru þau Kolbrún Stefánsdóttir, stjórnarmaður SAFE (Stroke Alliance for Europe), Kristín Stefánsdóttir, formaður […]