Sumarferð HEILAHEILLA tókst með ágætum 14.08.2010 eins og undanfarin sumur og voru ferðalangar mjög ánægðir. Farið var frá Hátúni 12 og Anna Þrúður Þorkelsdóttir var leiðsögumaður. Gott veður var fyrripart leiðarinnar, en rigndi þegar komið var nær Stykkishólmi Þar voru skoðaðir áhugaverðir staðir og borðaður hádegisverður. Síðan var haldið í Bjarnarhöfn, en bærinn Bjarnarhöfn er […]
Farið verður frá Hátúni 12 [vestur enda], laugardaginn 14. ágúst 2010 kl.10.00. Leiðsögumaður verður Anna Þrúður Þorkelsdóttir. Farið verður sem leið liggur til Stykkishólms og skoðaðir áhugaverðir staðir og borðaður hádegisverður. Síðan haldið í Bjarnarhöfnsem er bær og kirkjustaður í Hraunsvík vestan við Stykkishólm. Bjarnarhöfn er t.d. þekkt fyrir verkun á hákarli. Síðan verður […]
Stjórn LSH hefur ákveðið að loka taugadeildinn B2 í 8 vikur í sumar! Stjórn HEILAHEILLA lýsir áhyggum sínum yfir þessum ráðstöfunum, sem er vegna sparnaðar. Það er mat félagsmanna að þetta getur jafnvel varðað mannslíf! Það er óumdeilt að rétt og kunnáttuleg bráðameðferð meðferð við upphaf slagsi hjá vel þjálfuðu og samhæfðu starfsfólki í heilbrigðiskerfinu […]
Sumarferð Heilaheilla á norðurlandi var farin í 20 stiga hita laugardaginn 12. júní. Lagt var af stað frá Akureyri kl 10°° til Siglufjarðar, um Lágheiði með viðkomu á Ólafsfirði. Þegar komið var til Siglufjarðar var mjög góð rjómabætt sveppasúpa borðuð í Allanum. Síðan var Síldarminjasafnið skoðað, þar var margt að sjá og höfðu menn gaman […]
Formaður HEILAHEILLA fór á góðan kynningarfund um NPA [Notandastýrð persónuleg aðstoð] er var á Grand Hóteli, þar sem stofnun samvinnufyrirtækis um notendastýrða persónulega aðstoð [NPA] var kynnt, en hún á að fara fram með formlegum hætti 16. júní n.k.. Heilaheill hefur haldið marga fundi um málefnið og kynnt það vel fyrir sínum félagsmönnum allt frá […]
35. þing Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, hófst samkvæmt venju og sátu þau Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA, Sævar Guðjónsson og Magnhildur Gísladóttir þar fyrir hönd félagsins. Eftir kosningu þingforseta og þingritara. var farið yfir kjörbréf fulltrúa. Þá gerðu þeir Ragnar Gunnar Þórhallsson fráfarandi formaður og Þórir, fráfarandi gjaldkeri, grein fyrir störfum og stjórnar og stöðu reikninga samtakanna. […]
Norðurlandshópur Heilaheilla fyrirhugar dagsferð laugardaginn 12. júní 2010.Farið verður frá Akureyri til Ólafsfjarðar og þaðan til Siglufjarðar um Héðinsfjarðargöng ef mögulegt er, annars um Lágheiði. Skoðunarferðum Síldarminjasafnið og matur á Siglufirði. Haldið heim um Skagafjörð með viðkomu á Véla- og samgönguminjasafninu Stóragerði. Lagt af stað frá Akureyri kl:10:00 og komið heim um kl: 18:00. Nánari upplýsingar […]
Góður fundur var með forystumönnum HEILAHEILLA, þeim Þóri Steingrímssyni, formanni, Eddu Þórarinsdóttur og Alberti Páli Sigurðssyni, meðstjórnendum og fulltrúum yfirstjórnar Reykjalundar, undir forystu Ólöfu H Bjarnadóttur, yfirlækni á tauga- og hæfingarsviði. Var rætt um aukið samstarfið, eins og fram kom á aðalfundi félagsins og farið var yfir stöðu framhaldsmeðferðar sjúklinga, er hafa orðið fyrir áfalli, […]
Góður og vel sóttur fundur var á Akureyri 6. maí 2010, þar sem þeir Ingvar Þóroddsson, yfirlæknir endurhæfingar FSA og Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA, fluttu erindi um slagið, orsakir þess og afleiðingar. Á fundinum voru bæði sjúklingar, aðstandendur og fagaðilar og voru margar fyrirspurnir bornar upp. Mikið líf er komið Norðurdeild HEILAHEILLA og hafa verið […]
Hinn reglulegi laugardagsfundur HEILAHEILLA var haldinn á veralýðsdaginn 1. maí 2010 í Rauða salnum og sá síðasti fyrir sumarfrí. Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA, flutti stutta skýrslu um félagið og starfið framundan. Gunnar Þórðarson, hljómlistamaður og tónskáld, heiðraði samkomuna með nærveru sinni, söng lög eftir sjálfan sig og sagði frá tilurð þeirra við góðar undirtektir. Þá kom Elísabet […]