Fundur áttunda áttunda 2006

Þriðjudaginn áttunda áttunda 2006 var annar fundur í samskiptum fulltrúa SAMTAUGAR, samkvæmt undirritaðri yfirlýsingu um samstarf með Landspítala-háskólasjúkrahúss og SAMTAUGAR á taugadeild sjúkrahússins B2 í Fossvogi.  Í samstarfi félaga taugasjúklinga eru eftirtalin félög: Félag MND – sjúklinga; Heilaheill; LAUF – Landssamtök áhugafólks um flogaveiki; MG – félag Íslands; MS – félag Íslands og Parkinsonsamtökin á Íslandi.  […]

Málþing HEILAHEILLA í haust

Á sólríkum fimmtudegi 6. júlí s.l. í garði Ingólfs Margeirssonar rithöfundar í vesturbænum, funduðu þeir Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla, Albert Páll Sigurðsson, taugasérfræðingur á LSH og Ingólfur um undirbúning málþings HEILAHEILLA, samkvæmt ákvörðun stjórnar félagsins. Einnig er Ingibjörg Kolbeins, hjúkrunarfræðingur á LSH með í undirbúningshópnum, en var fjarverandi. Yfirskrift málþingsins “Heilaheill til framtíðar” lýsir í […]

Ný framkvæmdastjórn Sjálfsbjargar

Þing landssambands fatlaðra Sjálfsbjargar var haldið að Hátúni 12, í Reykjavík dagana 19. til 20. Það ályktaði um brýn málefni fatlaðra, sem m.a. varða stoðþjónustu og hjálpartækjamál. Sérstaklega var ályktað um væntanlegt frumvarp til laga um mannvirki, sem er í undirbúningi hjá umhverfisráðuneytinu, og koma skal í stað eldri byggingarlaga. Þetta frumvarp snertir stærsta hagsmunamál Sjálfsbjargar, að […]

Ársfundur LSH 2006

Heilaheill er aðili að SAMTAUG, sem eru Félag MND – sjúklinga; Heilaheill; LAUF – Landssamtök áhugafólks um flogaveiki; MG – félag Íslands; MS – félag Íslands og Parkinsonsamtökin á Íslandi. Fulltrúum þessara samtaka var boðið á ársfund LSH í húsakynnum Ýmis við Skógarhlíð fimmtudaginn 27. apríl s.l..   Kom fram að rekstur Landspítala – háskólasjúkrahúss er umfangsmikill og […]

Hollvinir Grensásdeildar er veruleiki!

Mánudaginn 24. apríls.l. hélt nýkjörin stjórn Hollvinafélags Grensásdeildar sinn fyrsta fund, eftir að hafa verið kosin eftir velheppnaðan stofnfund og skipti með sér verkum. Formaður er Gunnar Finnsson, rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi aðstoðarframkæmdastjóri hjá alþjóðaflugmálastofnuninni, varaformaður er Þórir Steingrímsson, rannsóknarlögreglumaður og formaður Heilaheilla, gjaldkeri Sveinn Jónsson, endurskoðandi og ritari er Sigmar Þór Óttarsson, kennari.  Meðstjórnendur eru læknarnir Ásgeir Ellertsson og Anna Geirsdóttir.  […]

Hollvinir Grensásdeildar veruleiki!

Miðvikudaginn 5. apríl 2006 héldu samtökin Hollvinir Grensásdeilar stofnfund sinn í safnaðarheimili Grensáskirkju klukkan 20:00 og gerðust margir stofnfélagar.  Gestir fundarins voru Siv Freiðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, er kvaðst hafa lært sjúkraþjálfun á Grensásdeild á þeim tíma er sundlaugin var tekin í notkun og Ingólfur Margeirsson, rithöfundur, er las úr bók sinni “Afmörkuð stund”.  Að undirbúningi störfuðu […]

Aðstandendahópur Heilaheilla

Í framhaldi af kaffi og félagsfundi Heilaheilla 1. apríl sl. hóaði Bergþóra Annasdóttir, saman aðstandendum heilablóðfallsskaðaðra, til skrafs og ráðagerða.  Spurningin var hvort grundvöllur væri fyrir því að aðstandendur hittist og miðli hvor öðrum af reynslu sinni.  Það kom henni á þægilega óvart hversu margir tóku þátt í þessum hópi og hve mikil reynsla sem hver og […]

Hópastarfið hafið

Félags – og kaffifundur Heilaheill var haldinn að Hátúni 12, Rvík. 1. apríl s.l. og þar greindi Katrín Julíusdóttir, þingmaður, frá starfi hóps ungra foreldra er fengið hafa heilablóðfall.  Fyrir dyrum stendur söfnunarátak á vegum Stoð og styrks sem hefur ýmist gefið út bækur og diska – eða keypt bækur á góðu verði eins og verður í söfnun […]

Samráðið hafið!

Fimmtudaginn 30.03.2006 kl.16:00 var haldinn samráðsfundur með framkvæmdastjórn LSH og Sam-Taugar, [sem er vinnuheiti samstarfshóps taugasjúklinga] samkvæmt þartilgreindu samkomulagi er aðilar undirrituðu í viðurvist ráðherra á s.l. ári.  Í Sam-Taug eru Félag MND – sjúklinga; Heilaheill; LAUF – Landssamtök áhugafólks um flogaveiki; MG – félag Íslands; MS – félag Íslands og Parkinsonsamtökin á Íslandi. Var […]

HOLLVINIR GRENSÁSDEILDAR

Gunnar Finnsson er frumkvöðull að stofnun Hollvinafélags Grensásdeildar. Gunnar er rekstrarhagfræðingur og hefur starfað að flugmálum allt sitt líf og var aðstoðarframkvæmdastjóri við Alþjóðaflugmálastofnunina, sem staðsett er í Kanada.  Hann  hefur góðan samanburð við sjúkrahús- og endurhæfingarþjónustu vestanhafs og telur þjónustuna hér mjög góða, en aðbúnað að mörgu leyti ábótavant.  Gunnar hefur nú hætt störfum […]

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur