Heilaheill – 2. fundur 2014-stjórnar
>> fjarfundartengsl til Akureyrar <<
Viðstaddir voru allir stjórnarmenn, átta talsins:
Þórir Steingrímsson, formaður félagsins, aðrir í aðalstjórn í stafrófsröð: Árni Bergmann sem var fjartengdur frá Akureyri, Baldur Kristjánsson, Gísli Ólafur Pétursson, Guðrún Torfhildur Gísladóttir, Þór Sigurðsson.
Í varastjórn: Kolbrún Stefánsdóttir og Páll Árdal sem var fjartengdur frá Akureyri.
Þetta gerðist:
1) Formaður setti fund og fór stuttlega yfir stöðu mála og vísaði til eftirkomandi yfirlits frá ritara.
2) Axel Jespersen er fulltrúi félagsins á vettvangi Öryrkjabandalagi Íslands, ÖBÍ. Hann sagði frá starfinu þar en þetta er fyrsta aðildarár Heilaheilla. Vettvangur ÖBÍ er víður og sumt snertir okkur meir en annað. Sérstaklega nefndi hann málþing ÖBÍ: Mannréttindi hversdagsins 07.02.2014 þar sem fyrir lá könnun sem var unnin af Rannsóknarsetri í fötlunarfræðum og Félagi um fötlunarrannsóknir og gerð með slembiúrtaki. Leitað var gagna hjá fötluðum óháð fötlunartegund og örorkustigi.
Könnunin sýndi mikinn mun milli sveitarfélaga og líka milli þjónustustöðva innan sama sveitarfélags. Sjá nánar í stuttri greinargerð Axels sem fylgir þessari fundargerð.
3)Ritari gerði grein fyrir starfi framkvæmdanefndarinnar frá síðasta stjórnarfundi
Stjórnarmenn hafa fylgst með viðfangsefnum og úrlausnum nefndarinnar. Niðurstöður stjórnarfundarins um umfjöllunarefni framkvæmdanefndarinnar eru þessar:
a.i) Prókúru fyrir Heilaheill hefur gjaldkerinn, Guðrún Torfhildur Gísladóttir.
a.ii) Samþykkt að innheimta félagsgjöldin – kr. 1.000 – sem valgreiðslu og ganga ekki eftir greiðslum frá þeim sem erfitt eiga með greiðsluna.
a.iii) Með hliðsjón af lágu félagsgjaldi er samþykkt að halda innheimtukostnaði í lágmarki. Öllum félagsmönnum, aðstandendum og velvildarmönnum sem eru á netpóstskrá félagsins verður sendur póstur til skýringar og þeir beðnir að greiða gjaldið milliliðalaust inn á reikning félagsins – eftir efnum og ástæðum. Slagþoli sem telur sig ekki hafa efni á að greiða félagsgjaldið er áfram fullgildur félagsmaður – sbr 3. gr. félagslaga.
a.iv) Samþykkt að stefna að þeirri skilgreiningu á félaginu að allir slagþolar séu fullgildir félagsmenn í Heilaheill og með kosningarétt og kjörgengi. Aðrir hafi styrktaraðild og greiði styrktargjald. Þetta verði fellt inn í væntanlegar tillögur um breytingar á lögum félagsins.
a.v) Formanni og gjaldkera falið að semja við Öflun um söfnun styrkja fyrir félagið.
a.vi) Greind viðfangsefni félagsins í upplýsingum, ráðgjöf og fræðslu til félagsmanna og aðstandenda svo og til annarra áhugasamra sem enn hafa ekki fengið slag.
(a.vi.1.a) Það að fá slag – merking þass, þekktir valdar og þekktar varnir.
(a.vi.1.b) Viðbrögð heilbrigðiskerfisins og nytsöm viðbrögð aðstandenda.
(a.vi.1.c) Endurhæfing – sem hefjist strax.
a.vii) Samþykkt að greiða fast gjald fyrir fundarsókn sem miðist við um það bil útlagðan kostnað. Mæting á heimasvæði, þ.e. frá heimili á höfuðborgarsvæðinu eða á Akureyri kr. 1.000. Lengra komnir þeim mun meira.
a.viii)Samþykkt að félagið haldi við öllum tengingum sínum við önnur félög í tengdum verkefnum, samstarfinu við heilbrigðisyfirvöld og stofnanir þeirra og þátttökunni í erlendu samstarfi innan Evrópu og Norðurlandadeild þeirra – svo og Nordisk Afasiråd.
Í tengdum verkefnum innanlands eru meðal annarra félögin í SAMTAUG þ.e.:
(a.viii.1.a) Heilaheill,
(a.viii.1.b) Félag MG-sjúklinga,
(a.viii.1.c) Félag Parkinson-sjúklinga,
(a.viii.1.d) Félag MS-sjúklinga,
(a.viii.1.e) Félag MND-sjúklinga og
(a.viii.1.f) Félag flogaveikra.
(a.ix) Samþykkt að halda áfram fyrri fundaröðum fyrir félagsmenn. Formaður hefur fengið sjálfboðaliða og gert viðeigandi ráðstafanir:
(a.ix.1.a) Mánudagsfundir með liðsinni við málstola.
(a.ix.1.b) Þriðjudagsfundir eru alhliða sjálfstyrkingavettvangur fyrir þá félagsmenn sem ekki eru málstola.
(a.ix.1.c) Laugardagsfundir fyrsta laugardag í vetrarmánuðunum. Félagsfundir með innleggi frá félaginu og aðfenginn gestur með efni.
a.x) Staðfest réttmæti þátttöku í Maraþoni Íslandsbanka 23. ágúst sl..
a.xi) Slagforeningerne i Norden (SAFE) 11-12 sept,: Formaður og Páll Árdal sæki fundinn.
a.xii) Stjórnarfundur Nordisk Afasiråd – 15-16. sept.: Gjaldkeri sæki fundinn.
a.xiii) Samþykkt að halda málþing 10.10.2014 – Afasidaginn/Slagdaginn. Formaður leggi drög að dagskrá fyrir stjórnarfundinn 2. okóber.
a.xiv) Formanni falið að draga saman í skilgreiningu starfa framkvæmdastjóra.
4) Kosning varaformanns. Lagt var að Þór Sigurðssyni að taka að sér varaformennsku og féllst hann á það.
5) Fjárhagsáætlun. Rædd fyrirliggjandi drög gjaldkera og nauðsynlegar ákvarðanir teknar til að áætlunin geti verið tilbúin fyrir næsta stjórnarfund.
6) Önnur mál.
Árni Bergmann, aðalmaður í stjórn og búsettur á Akureyri, óskar eftir að samþykkt verði að Páll Árdal, varamaður í stjórn og búsettur á Akureyri, skipti við sig um sæti meðan hann einbeitir sér að eigin endurhæfiingu. Páll Árdal er samþykkur þessu.
Verkaskiptingin er í samræmi við lög félagsins og þar með samþykkt. Uns þeir Árni og Páll ákveða annað er Páll aðalmaður í stjórninni og Árni varamaður.
Fleira ekki.
Næsti stjórnarfundur er ákveðinn kl. 17 síðdegis fimmtudaginn 2. október.
Fundargerð ritaði Gísli Ólafur Pétursson.