Fundargerð stjórnar 11. júní 2021

Stjórnarfjarfundur Heilaheilla https://meet.jit.si/FJARFUNDUR_HEILAHEILLA

Mætt voru Þórir Steingrímsson, formaður, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari, Páll Árdal, gjaldkeri, Bryndís Bragadóttir og Kolbrún Stefánsdóttir, varamenn

Engar athugasemdir komu við útsenda dagskrá né boðun fundarins.

Gengið var til dagskrár:

 1.  Skýrsla formanns.
  Þórir gerði grein fyrir því sem gerst hefði frá síðasta fundi.  Samþykkt var að halda aðalfund félagsins 4. september, það er laugardagur, kl. 14 að Sigtúni 42, 105 Reykjavík, húsi Öryrkjabandalagsins.  Gerð kvikmyndarinnar sem rædd er í fyrri fundargerðum er á áætlun.  Páll Kristinn Pálsson kvikmyndasmiður er um þessar mundir að ráðgera tökur með Landhelgisgæslunni og tökur á sjúkrahúsum.  Áhersla verður lögð á ,,appið“, ferlið, blóðsegabrottnám o.s.frv..  Handritið er nokkurn veginn klárt að sögn Þóris sem komið hefur að hugmynda-og handritsvinnunni ásamt Birni Loga Þórarinssyni ásamt með Páli Kristni Pálssyni.  Fyrirhugað er að frumsýna myndina í sjónvarpi 26. október sem er þriðjudagur en myndir af þessari tegund eru gjarnan sýndar á þriðjudögum.  Myndin verður 28 mínútur að lengd, textuð á pólsku og íslensku.
 2. Fjármál – Reikningar í ARIONBANKA.
  Reikningsnúmer     Eigandi                       Heiti.                                                                            Staða
  0302-13-110634. Heilaheill, félag.    Sparisjóðsreikningur.                        4.278.774 kr.
  0331-22-001029. Heilaheill, félag.    Fjárhæða og tímþrep ársvextir        362.104 kr.
  0331-26-006194. Heilaheill, félag.    Sérkjör fyrirtæki                                          38.131 kr.
  0370-13-006530. Heilaheill, félag.    NAR – Grænn vöxtur                                             0 kr.
                                                                                                                                 Samtals:       4.679.009 kr.
  *  og þá er
   rúm miljón inn á bankareikningi Íslandsbanka.  
 3. Sumarferð.
  Þóri var falið að kanna möguleika á sumarferð helgina eftir verslunarmannahelgi.  Sitt sýndist hverjum um það hvort áhugi væri fyrir slíkri dagsferð en samþykkt var að kanna málið og þá væntanlega fara eitthvert ef áhugi reyndist vera fyrir hendi hjá félagsmönnum.
 4. ÖBÍ.
  Aðalfundur ÖBÍ verður haldinn 15. og 16. október. HEILAHEILL á kost á því að senda þrjá fulltrúa.  Samþykkt var að tilnefna þá sömu og sátu síðasta aðalfund ÖBÍ.
 5. NAR.
  Fyrirhugaður er stjórnarfundur í Nordisk Afasiråd nk. mánudag 14. júní og sitja hann Þórunn Halldórsdóttir talmeinafræðingur sem stýrir fundum ráðsins fyrir Íslands hönd, en Ísland fer með stjórn samtakanna þetta árið,  Baldur Kristjánsson stjórnarmaður auk Þóris Steingrímssonar sem er e.k. aðstoðarmaður þeirra tveggja.  Nordisk Afasí er líka til.  Samtök fagaðila um Málstolið (Afasí).  Ísland fer þar með forystu líka.
 6. HHH-hópurinn.
  HHH er samráðsvettvangur Hjartaverndar, Hjartaheilla, Heilaheilla og er hjartahlaup í uppsiglingu en hópurinn hefur staðið fyrir viðburði á hverju hausti til þess að vekja vitund fólks um sjúkdóma sem herja á nefnd líffæri.  Kolbrún er fulltrúi HEILAHEILLA í þessu samráði og áttu hún og Þórir í nokkrum skoðanaskiptum á fundinum um það hvernig best væri að haga samskiptum.
 7. Önnur mál
  • Þórir fór yfir starf SAPE en það eru evrópsk samtök fagaðila og leikmannafélaga sem hafa það markmið að koma slagferlum í almennilegt horf í viðkomandi löndum (sjá fyrri fundargerðir).  Mál eru í biðstöðu hér hvað okkur snertir m.a. vegna COVID en Þórir hefur ritað ráðherra og reynir að ná fundi hans (hennar).
  • Kolbrún varaði við því að við einblíndum um of á erlent samstarf þó mikilvægt væri.  Við mættum ekki gleyma því að efla tengslin við félagsmenn.  Fundirnir sem haldnir voru rétt fyrir Covid hefðu verið frábærir og Kvikmyndin væri lofsvert framtak.  Fleiri tóku undir lof á nefnda fundi.
  • Rætt um fjarfundi. Ákveðið var að halda fjarfundarfyrirkomulaginu hjá stjórninni fram að aðalfundi 4 september.

Fleira gerðist ekki.
Baldur Kristjánsson 
Fundarritari.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
 • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

 • wordpress_test_cookie
 • wordpress_logged_in_
 • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur