Stjórnarfundur Heilaheilla haldinn 17. apríl 2017 í höfuðstöðvum með tengingu norður á Akureyri. Allir mættir.
Dagskrá liggur fyrir (svartlituð). Var send út. Borin upp. Engin athugasemd.
1. Formaður gefur skýrslu.
- Þórir gaf yfirlit yfir fyrirlestraferðir en frá síðasta stjórnarfundi en síðan hafa verið haldnir fundir í Borgarbyggð (22. mars), á Selfossi(28. mars), í Reykjanesbæ (5.apríl), á Siglufirði (8. apríl) og á Sauðárkróki (9. apríl). Mæting á fundina var mjög góð, 80-90 manns í Borgarbyggð og 60-70 manns á Selfossi og í Reykjanesbæ og littlu færra fyrir norðan. Kostnaður við fundina lá fyrir fundinum (Fylgiskjal 1). Heildarkostnaður við ofangeinda fundi u.þ.b. 610 þúsund krónur, þar af prentkostnaður, póstur og auglýsingar u.þ.b. 290 þúsund. Formaður talaði um flettiskilti, sem er tilbúið í 70 eintökum, laugadagsfund 4. maí og fleira.
- Baldur talaði um fundina er hann fór, ásamt formanni, á þrjá þeirra en Páll á tvo þeirra. Meiri upplýsingar um fundina m.a. um aðra þá sem fram komu er að finna á heimasíðu félagsins Heilaheill.is
2. Fjármál félagsins,
- Páll gaf yfirlit yfir stöðu félagsins 1,4 miljónir eru nú inn á reikningnum félagsins. Öryrkjabandagið er nýbúið að styrkja starfsemi Heilaheilla um 3.0 miljónir króna. Sótt hefur var um 1,5 miljónir til Heilbrigðisráðuneytis sem var veitt.
3. Greiðsla v/fyrirlestraferða.
- Áður hefur verið samþykkt að formaður fái greitt kr. 25.000 fyrir aðalfyrirlestur á fundum sem þessum. Nú var samþykkt að aukafyrirlesarar á vegum félagsins fá 10.000,- fyrir fyrirlestur sinn. Jafnframt samþykkt að greiða aksturskostnað, þar sem hann er nauðsynlegur, allt að upphæð akstursgjaldskrá ríkisins er geriri ráð fyrir (110 kr. á kílómetra).
- Þórir lýsti áhuga sínum á að fara á sjö staði í maí: Vestmannaeyjar, Höfn, Egilsstaði, Húsavík, Búðardal, Blönduós og Hvammstanga. Kolbrún taldi hyggilegra að fara á suður og austurlandið í vor en funda nyðra í haust. Formaður ekki sammála að fresta fundum til haust að því gefnu að hentaði heimamönnum. Rökræður urðu nokkrar um þetta.
4. Önnur mál.
- Baldur gaf munnlega skýrslu um aðalfund Norræna slag-málstolsráðinu (Nordisk Afasiråd) sem hann sótti í apríl (9. og 10) ásamt Addý Guðjóns Kristindóttur talmeinafræðingi. (Lofaði skriflegri skýrslu á næsta fundi).
- Rætt um jafningjafræðslu. Samþykkt að Bryndís Bragadóttir geti ráðið manneskju með sér til að kenna/fræða á fundum. Fundurinn samþykkir að efla jafningjafræðslu.
- Formaður kynnti flettiskiltið sem er tilbúið og verður prentað í 70 eintökum. Það er ætlað heilbrigðistarfsfólki og á að gera lækna og hjúkrunarfræðinga öruggari með sig að ræða við slagsjúklinga og slaggrunaða.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið. Kl. 18:30
Sent from my iPad/BK
—————
Um athugasemdir.
- Athugasemd 1 óþörf. Væntanlegfa betra orðalag en efnislega það sama og stendur.
- Athugasemd 2. Hjó eftir því á fundinum að Öryrkjabandalagið hefur enn ekki styrkt Heilaheill. Við höfum það er ekki formlegt. Athugasemd því óþörf.
- Athugasemd 3. ,,Kjör hennar yrðu lögð fyrir stjórn.“ Tekið inn, bætt við. Annað í athugsemdinni óþarft.
- Athugasemd 4. Tekið inn ,,Þegar vetrarstarf hefst hjá eldri borgurum“
- Athugasemd 5. Fjallað er um flettiskiltið á mörgum fundum í vetur. Fram kemur að Heilaheill fékk styrk til þýðinga. Fram kemur tvisvar að Heilaheill líti svo á að ráðuneytið kosti dreifingu. Hvergi er minnst á prentun, hver kosti hana, en engin heimild veitt. Það er því engin ástæða til þess að bæta því inn en sjálfsagt fyrir Kollu að taka af öll tvímæli með bókun á næsta fundi. (Mig minnir að ekkert skýrt hafi verið sagt um Þetta hvorki til eða frá á fundinum.)
- Athugasemd 6. Bætt í lið 4. Fram kom að Finnar taka formennsku næsta ár, en Íslendingar þá væntanlega 2021. Fram kom að í umsókn til Öryrkjabandalagsins er formennska í NAR talið upp sem eitt að verkefnum Heilaheilla.