Stjórnarfundur Heilaheilla haldinn þriðjudaginn 17. september 2019 kl. 17:00 í Oddsstofu Sigtúni 42, Reykjavík með tengingu til Akureyrar. Allir mættir. Páll á Akureyri.
Dagskrá:
3. Alþjóðlegi hjartadagurinn 28. sept.
Þórir fór á fund með Go Red í sumar. Fyrirkomulagið er breytt. Við greiðum ákveðna upphæð138.000 skv. utanfundar samþykki stjórnar 15. ágúst sl. Við útvegum einn eða tvo starfsmenn að auki.
4. Útgáfa SLAGORÐSINS.
Slagorðið komið å fullt. Formaður skýrði frá fyrirhuguðu efni. Nokkrar umræður urðu um efnistök. Mál mannas var að Slagorðið mætti ekki verða fræðirit, yrði að vera skemmtilegt og uppörvandi. Ekki kom fram gagnrýni á efni næsta blaðs.
5. Alþjóðlegi slagdagurinn 29. okt.
* Sigurðu Helgason fyrrverandi framkvæmdastjóri Umferðarráðs. Vill skipuleggja Slagdaginn fyrir okkar hönd. Samþykkt.
6. Fyrirlestraferðir.
(Þessi liður er einnig nr. 8)
7. Starfsmenn.
Þórir fór yfir það að hann hefði ,,auglýst“ eftir fólki til að aðstoða við laugardagsfundi en það hefur áður verið rætt á stjórnarfundi. Samþykkt heimild að greiða 10.000 kr. fyrir hverja aðstoð á fundi. Tveir hafa gefið sig fram:
* Kristín Árdal
* Einar Haraldsson
8. Fyrirlestraferðir
* Vopnafjörður
* Blönduós
* Hvammstangi
* Vestmannaeyjar
* Egilsstaðir
* Fáskrúðsfjörður
* Neskaupstaður
* Seyðisfjörður
Fjölmennustu byggðarkjarnar eru hér taldir upp. Þórir telur þessa staði þýðingarmikla. Allir tóku til máls og töldu þessa fundi mjög þarfa. Kolbrún minnti á það að hún hefði stungið upp á því að fara í svona ferðir. Leggur eins og aðrir áherslu á að við gætum okkar. Páll lagði fram yfirlit yfir kostnað við ferðir sem þessar. Fram kom að kostnaður við ferðir á ellefu staði frá 22. mars sl. til 1. júní nam alls 1.333.758 kr. Þar af er auglýsingakostnaður, póstkostnaður og prentkostnaður um 1/3. Laun um 1/3 (formaður fær 25.000 kr. fyrir hvern fund, aðstoðarmaður 10.000) og akstur, flug, hótel og veitingar u.þ.b. 1/3. Umræður nokkrar á jákvæðum nótum. Rætt um að fara á þrjá/fjóra staði á haustmisseri og miða við að takmarka kostnað við 200 þúsund krónur. Samþykkt að Þórir skipuleggi og sendi stjórninni tillögur.
9. Önnur mál.
Næsti laugardagsfundur verður 19. Október að tillögu formanns. . Stjórnarfundur 18 október á föstudegi.
°. Palli sagði frá fundum fyrir norðan. Baldur skírði frá því að hann hefði snætt með þeim norðanmönnum á fundi í september þar sem hann átti leið um.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 18:45
Baldur B.E. Kristjánsson ritari