Fundargerð stjórnar 19. jan 2018

Stjórnarfundur kl.17:00 föstudaginn 19.01.2018 í Oddsstofu að Sigtúni 42, Reykjavík með tengingu til Akureyrar!

Þórir, Kolbrún og Baldur mætt. Páll mættur fyrir norðan. Axel boðaði forföll

  Dagskrá:

1. Formaðurinn gefur skýrslu.
Óskaði nýs árs. Lýsti góðu samstarfi við fagaðila. Félagið þrýstir á að nýjungar sem nú er verið að vinna að (segabrottnám) verði sem víðrækastar t.d. um opnunartíma, bakvaktir og annað. Formaður hefur verið í sambandi við ráðandi aðila.

2. Fjármál félagsins. 
Standa mjög vel skv. vitneskju formannns. Eigum um 5.000.000 króna inni. Hringt var í gjaldkera.

3. Kolbrún – SAFE
Kolbrún fór á stjórnarfund til Brussel, þriggja daga ferð. Vakti athygli á ,,Soft” verkefninu sem var eitt viðfangsefna fundarins. (Stroke prevention projekt). Opnuð verður vefsíða og þýðingarmikið að sem flestir kynni sér verkefnið og gagnrýni það. Þyrftum að fá leika sem lærða til að gefa þessu gaum og koma með tillögur þegar drög liggja fyrir. Kolbrún lýsti ágreiningsmáli við Frakka sem vilja hafa ráðstefnu á frönsku, en flestir aðrir en Frakkar eru á móti því vegna kostnaðar við þýðingar. Rætt um þýðingarverkefni og fleira.

4. GoRed
Áætlun skv. Kolbrúnu. Go Red dagurinn er 2.febrúar.

5. Sumarferð 2018.
Tillaga um ferð um Borgarfjörð. Nefnt var að koma við í Fossatúni, Reykholti og Landnámssetrinu og á Borg á Mýrum. Ákveðtið að fara 11ágúst sem er laugardagur.

6. Aðalfundur 2018.
Baldri falið að fara yfir lögin. Engin stjórnakosning verður. Ákveðið að halda fundinn síðasta laugardag í febrúar þ.e. laugardaginn 24.febrúar. Ákveðið að hafa mars laugardagsfundinn sama laugardag.

7. Önnur mál

  • Kolbrún kom með þá tillögu að leigja út herbergi Heilaheillar hluta vikunnar ef samningar nást. Samþykkt. Axel og Kolbrún athugi málið frekar. Aðili í húsinu hefur falast eftir slíkri leigu.
  • Nordisk Afasiråd. Samþykkt að Þórunn Halldórsdóttir og Ingunn Högnadóttir fari til Stokkhólms á málstolsfund. 13. og 14. mars. Málið var borið símleiðis undir Axel sem hefur haft málstolsmál á sinni könnu í stjórninni.
  • Styrkur var samþykktur til Esterar Sighvatsdóttur talmeinafræðings Flæðisviðs – talmeinaþjónustu Landspítalans, Grensási og Ingunnar Högnadóttur vegna fræðslubæklings og efni til samskiptastuðnings upp á 110.000,- kr.
  • Skilyrði fyrir styrknum að logo Heilaheilla verði á verkefninu.
  • Páll tilkynnti að fundir Heilaheilla á Akureyri verði annann miðvikudag í mánuði milli kl. 18-19 í stað Þriðjudaga.
  • Rætt um fundarstað á aðalfundi fyrir norðan.

Fleira geðist ekki.

Baldur Kristjánsson
ritari

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur