STJÓRNARFUNDUR HEILAHEILLA haldinn föstudaginn 20. maí 2022 kl.17:00 í Oddsstofu, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, með net-tengingu við þá sem ekki sjá sér fært að mæta vettvangi.
- Mætt: Þórir Steingrímsson, formaður, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari og Kristín Árdal, varastjórn
- Netsamband: Sædís Þórðardóttir, varastjórn og Páll Árdal, gjaldkeri.
Formaður auglýsti eftir athugasemdum um boðun fundarins eða útsenda dagskrá. Engar slíkar komu fram.
Dagskrá:
- Formaður gefur skýrslu.
Einföld skýrsla í þetta sinn að sögn formanns. SAPE teymið hélt fund með stjórn Landspítala þar sem m.a. var rætt um fyrirætlanir um Slagdeild (Sjá fyrirætlanir SAPE í fyrri fundargerðum og á heimasíðu Heilaheilla). Stefnt er að því að ráðherra undirriti markmið SAPE 29. október í haust á alþjóðlega Slagdeginum. - Fjármál félagsins.
Rétt um 2.7 milljónir króna á reikningum Íslandsbanka og allt með felldu með reikninga í Arion banka. Nánari útlistun á fjármálum í næstu fundargerð, þegar styrkur verður kominn frá Öryrkjabandalaginu en staðan er mjög eðlileg að sögn gjaldkera og formanns. - Erindi Bryndísar Bragadóttur.
Samkvæmt fundargerð stjórnar 18. október 2019 var borið upp að Bryndís fengi kr.4.000,- á tímann, í stað, kr.3.000,- fyrir málstolskennslu og var það samþykkt. Nú fer hún fram á kr.8.000,- á tímann, 16 x 8.000,- fyrir apríl 2022. = 128.000, Stjórrmönnum þykir farið fram á nokkuð mikla hækkun. Ekki samþykkt. Formanni falið að tala við Bryndísi um málið. - Tillaga um þóknun til félagsmanna.
Samkvæmt fundargerð stjórnar 15. mars 2017, var tekin ákvörðun um þóknun fyrir stjórnarsetu; laugardagsfundi; fundarsetu á þingum og ráðstefnum fyrir þátttakendur á vegum félagsins kr.10.000,-. Áréttað var að greitt yrði fyrir ferðir ef um langan veg væri að fara.
* Tillaga lögð fram um að fyrir fyrirlestur hækki frá kr.25.000,- í kr.35.000,-
* Tillaga um að bensínkostnaður verði hækkaður frá kr.20.000,- í kr. 25.000,- (formaður x12 á ári; gjaldkeri x 6 á ári)
* Tillaga um þóknun til Páls á mánuði vegna gjaldkerastarfa yrði kr. 35.000,-
Ofangreint samþykkt. - Fundaherferð.
Formaður gerði grein fyrir áformum um (áframhaldandi) fundaherferð þar sem verkefni og málstaður Heilaheilla yrði kynntur. Svonefndir fagaðilar eru tilbúnir að vera með (fagfólk sem Heilaheill er í tengslum við). Fundarherferð byrjaði t.d. í haust með fagaðilum og SAPE prógrammið haft í huga og Maíanne Elisabeth Klinge með ANGELS-átakið fyrir börn - Önnur mál.
– Útgáfumál. Pétur Bjarnason vill hætta sem ritstjóri SLAGORÐSINS, en hann hefur séð um það fyrir Heilaheill undanfarin 8 ár og Dagnýju Maggýjardóttir hjá Bókasamlaginu hefur boðist til við að taka við því. Samkvæmt tilboði hennar tekur hún svipað í laun fyrir verkið og Pétur gerði. Samþykkt að semja við hana. Fram kom í umræðum að SLAGORÐIÐ hefur nánast ætîð staðið undir sér og kom fram mikil ánægja með ritstjórnarstörf Péturs og voru hjónum þökkuð störfin. Blaðinu er nú dreift víða m.a. á læknastofur og heilbrigðisstofnanir og öðlast þannig langt líf og mikinn lestur og mikla skoðun.