Fundargerð stjórnar 22. apríl 2022

Stjórnarfundur HEILAHEILLA haldinn föstudaginn 22. apríl 2022 kl.16:00 í Oddsstofu, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, með nettengingu við þá sem ekki sjá sér fært að mæta (á ZOOM.)

Mætt: Þórir Steingrímsson, formaður, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari, Sædís Þórðardóttir, varastjórn og Páll Árdal, gjaldkeri í fjarsambandi til Akureyrar.
Fjarverandi:  Kristín Árdal

Dagskrá:

  1. Formaður gefur skýrslu
  2. Fjármál félagsins
  3. SAFE+SAPE
  4. Sumarið
  5. Önnur mál

Formaður auglýsti eftir athugasemdum við útsenda dagskrá og boðun fundarins. Engar slíkar komu fram og gengið var til dagskrár.

  1. Formaður gaf skýrslu.
    Þórir fór yfir starfsemi SAPE m.t.t. aðkomu Íslands og Heilaheilla. Þórir sat nýlega fund með forsvarsfôlki Landsspítala þar sem forsvarsmenn spítalans tóku málflutningi Heilaheilla vel. Sá málflutningur kjarnast í því að viðbragðstími v. slags verði styttur og verði viðunandi um land allt. Sérstakri slagdeild verði komið upp og frum slagsmeðhöndlun verði víða um land. Þórir minnti á samskipti við ráðherra. Eftirfarandi yfirlit frá formanni lýsir stöðu mála vel: ,,HEILAHEILL hefur tekur þátt í sameiginlegu átaki evrópskrar aðgerðaráætlunarinnar SAPE, (Stroke Action Plan for Europe), þar sem fagaðilar og sjúklingar í Evrópu taka höndum saman er varðar heilablóðfallið, byggt á undirrituðu samkomulagi er samtökin ESO (European Stroke Association) og SAFE (Stroke Alliance For Europe) gerðu með sér 2018, þar sem gert er ráð fyrir að hvert land fyrir sig innan samtakanna vinni að ákveðnum markmiðum er varðar heilablóðfallið. Með þessu samkomulagi er HEILAHEILL formlegur aðili SAPE og er hafin samvinna við fagaðila hér á landi um það, skv. sérstakri greiningu. Lögð er áhersla á að einstaklingarnir njóti samræmis hvar sem þeir á landinu búa. Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA og Björn Logi Þórarinsson, læknir, lyf- og taugasérfræðingur funduðu með forstjóra Landspítalans Runólfi Pálssyni 20. apríl 202, ásamt framkvæmdastjórninni, Karli Andersen sérfræðingi í lyflækningum og hjartalækningum og yfirlækni Hjartagáttar; Önnu Bryndísi Einarsdóttur deildarlækni á Taugadeild Landspítalans B2; Önnu Sigrúnu Baldursdóttur, aðstoðarmanni forstjóra og ritara fundarins og Má Kristjánssyni, forstöðumanni lyflækninga- og bráðaþjónustu Landspítalans. Þykir sýnt að SAP-E verkefnið sé nú komið í farveg innan spítalans með aðkomu félagsins og hafið er undirbúningsstarf, sem á að verða til þess að gefin verði út yfirlýsing á alþjóðadegi slagsins (heilablóðfallsins) 29. október 2022.
  2. Fjármál félagsins.  
    Páll Árdal gjaldkeri fór yfir stöðu reikninga. Fjárhagsstaða félagsins er góð. Rætt um innheimtu félagsgjalda. Formaður var hvattur til þess að hvetja félagsmenn til þess að greiða félagsgjöld (Sjá fundargerð aðalfundar).
  3. SAFE+SAPE.
    Þórir fór yfir nýjustu vendingar.
  4. Sumarið.
    Rætt um sumarferð? Fólk er enn hrætt við Covid að dómi stjórnarmanna. Áætlanir um sumarferð því lagðar á hilluna. Sædís stakk upp á sameiginlegu grilli þar sem fólk gæti hist og spjallað. Formaður kanni grundvöll fyrir slíku.
  5. Önnur mál.
    Minnt á fræðslufund 28. apríl kl. 13 á Náttúrulækningaheimilinu í Hveragerði Þar sem Þórir og Baldur munu kynna baráttuna við slagið. Fleirra gerðist ekki

Fundi slitið kl. 1640.
Baldur Kristjánsson

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur