Mættir: Þórir Steingrímsson, formaður, Páll Árdal, gjaldkeri og Baldur B. E. Kristjánsson, ritari. Bryndís boðaði forföll. Kolbrún gat ekki tengt sig við fundinn https://heilaheill.is/fjarfundir/ og birtist aldrei á vefsvæðinu.
Dagskrá:
- Formaður gefur skýrslu
- Fjármál félagsins.
- HHH-hópurinn
- SAPE
- Aðalfundur
- Önnur mál
Engar athugasemdir komu fram við boðun fundarins né við dagskrá hans.
Skýrsla formanns.
Þórir Steingrímsson formaður fór yfir starfsemi SAPE hópsins sem í eru 12 eintaklingar frá Íslandi. Guðrún Jónsdóttir læknir er í þessum hópi frá Heilaheillum ásamt formanni. Hafa þau setið fjarfundi hópsins en SAPE vinnur að stefnumörkun um málefni Heilablóðfalls í Evrópu sbr. fyrri fundargerðir og liðinn ,,Erlent samtal“ á heimasíðu Heilaheilla. Í nefndum hópi eru einkum fagaðilar, læknar. Heilaheill er eina félagið hér með formlega aðkomu. Næsti fundur SAPE verður 10 febrúar. Hópurinn stefnir að því að verða tilbúinn með yfirlýsingu um Heilablóðfallsmáefni um mitt ár. Ljóst að að mikið þarf að gerast á Íslandi þar sem engin slagdeild er. Eftirfylgnin er t.d. ekki sú sama hér og í Danmörku og Finnlandi,að sögn Þóris. Þá þyrfti að huga að eftirfylgnimálum á landsbyggðinni og í stórbæjum eins og Akureyri. Samþykkt var að Guðrún Jónsdóttir læknir, félagsmaður í Heilaheill, yrði áfram fulltrúi samtakanna ásamt formanni á þessum fundum og í þessum tengslum.
Fjármál
Páll gjaldkeri gaf skýrslu og sagði að Heilaheill ætti nú á þrjár milljónir á reikningi sínum í Íslandsbanka. Eitthvað er auk þess á reikningum vegna Slagorðs og Kvilmyndar sbr. fyrri fundargerðir.
Þessum lið var sleppt vegna fjarveru Kolbrúnar sem hefur með þessi tengsl að gera.
SAPE.
Sjá lið 1.
Aðalfundur.
Önnur mál.