Fundargerð stjórnar 3. júní 2020

Stjórnarfundur Heilaheilla 3. júní kl. 19:30 með fjarfundarbúnaði “MESSENGER”.

Mættir:

Þórir Steingrímsson, formaður, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari, Páll Árdal, gjaldkeri, Bryndís Bragadóttir og Kolbrún Stefánsdóttir varamenn.

Formaður setti fund og auglýsti eftir athugasemdum við dagskrá. Engin kom fram.

  1. Fjármál félagsins.
    Páll fór yfir þau.  Eigum 3. 3 milj. Í sjóði. Framlag frá Öryrkjabandalaginu komið. Félagið skuldar um það bil 50 þúsund krónur í ógreiddum reikningum. Gjaldkeri taldi félagið standa vel.
  2. Kvikmyndasamningur.
    Til stendur að gera á kvikmynd um heilablóðfallið sérstaklega. Áætlað aðgerð hennar ljúki síðar á þessu ári og fjármögnun í september.  Þórir hefur rætt ítarlega við Pál Kristinn Pálsson er stendur fyrir gerð myndarinnar. Fyrirtrtæki sem heitir Markaðsmenn ehf. tekur að sér fjáröflun v/hennar sbr. meðfylgjandi samning.  Samningurinn tryggir að mati Þóris að félagið tekur ekki neina fjárhagslega áhættu af gerð myndarinnar sem gerð er í nafni þess.  Efnistök eru m.a. undirbúin af Birni Loga Þórarinssyni1 lyf- og taugalækni og fleiri fagmönnum.  Áður hafa sömu aðilar framleitt mynd um blöðruhálskirtilsvandamál/sjúkdóma. Spurning er með fjárhagslega ábyrgð okkar. Umræður urðu þar um.  Að áliti Kolbrúnar væri glannalegt að fara af stað núna, í þessu efnahagsástandi.  Deilt um fjárhagslega ábyrgð.  Spurningin sem velt var upp:  Getum við farið af stað án þess að taka fjárhagslega áhættu.  Þórir fullvissaði stjórn um að hún þyrfti ekki að hafa áhyggjur. Stjórnin samþykkti að farið yrði af stað við framleiðslu myndarinnar með því að semja við Markaðsmenn.  Að mati Þóris lá til grundavallar að engin fjárhagsleg áhætta væri fyrir HEILAHEILL að hafist yrði handa við gerð myndarinnar.  Fyrsta grein samningsins tryggði það að starfsmenn Markaðsmenn ehf.sæju alfarið um fjáröflun og ef hún klikkaði yrði einfaldlega hætt við.  Ekki yrði farið út í þetta nema tryggt væri að fyrirtækinu tækist að fjármagna myndina að fullu. Kolbrúnhafði efasemdir um að rétt væri að fara af stað á þessum tímum óvissu í efnaagsmálum og taldi of mikla áhættu fólgna í því að fara af stað.

Samningsdrög þessi lágu fyrir fundinum og höfðu verið send út til stjórnarmanna.
Markaðsmenn ehf. (MM) kt. 590245-0119 og Heilaheill (HH) kt. 611294-2209 gera með sér eftirfarandi: 

Samning 

1. MM annast og kostar alla fjáröflun vegna heimildarmyndar HH.

2. HH annast og kostar alla útgáfu myndarinnar.

3. Þóknun MM af innheimtu fé skal vera 30% auk vsk.

4. Fjáröflun hefst 2. júní 2020 og stefnt er að því að henni verði lokið eigi síðar en 1. september 2020.

5. HH greiðir MM fyrir verkið eftir að því er lokið og MM hefur sent inn reikning til HH

6. Rísi ágreiningur út af samningi þessum skal reka málið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 

Reykjavík, 28.5.2020

 F.h Markaðsmanna ehf.                                         F.h Heilaheilla

Kolbrún vék af fundi rétt fyrir lok hans.

3. Önnur mál.
°  Samþykkt að Bryndís Bragadóttir, héldi áfram jafningjafræðslu/þjálfun í september.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 20.00.

 

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur