Fundargerð stjórnar 3. október 2022

Stjórnarfundur HEILAHEILLA mánudaginn 3. október 2022 kl.17:00 með net-tengingu.

  • Mætt: Þórir Steingrímsson, formaður, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari, Sædís Þórðardóttir, varastjórn, Páll Árdal, gjaldkeri og Kristín Árdal, varastjórn

Gengið var til dagskrár eftir að engar athugasemdir komu fram við fundarboð eða dagskrá þegar lýst var eftir þeim.

  1. Skýrsla formanns.  
    Formaðurinn gerði að umtalsefni stjórnarfund NAR sem verður haldinn 6. október hér á landi og þau Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson og Þórunn Hanna Halldórsdóttir, talmeinafræðingur munu sitja f.h. HEILAHEILLA.  Einnig ræddi hann um ráðstefnu SAFE er mun verða í Þessalóníku í Grikklandi á sama tíma, er hann mun sitja.
  2. Fjármál félagsins.  
    Páll gerði grein fyrir fjármálum félagsins. Í Arion banka eru nú 4,7 miljónir og í Íslandsbanka 5,0 miljónir.
  3. Tillaga um þóknun.  
    Tillaga um hækkun þóknunar til þeirra er kallaðir verða til verka skv. fundargerð stjórnar 15. mars 2017, en þá var tekin ákvörðun um þóknun fyrir stjórnarsetu; laugardagsfundi; fundarsetu á þingum og ráðstefnum fyrir þátttakendur á vegum félagsins kr.10.000,-. Lagt var til þetta yrði hækkað upp í 15.000,-. Var það samþykkt.
  4. Útgáfumál.
    Þórir greindi frá tveimur blaðaútgáfum fyrir 29. október, annars vegar aukablað í Fréttablaðinu og hinsvegar SLAGORÐIÐ.  Greindi hann frá því að stjórnarmenn ættu von á því að viðtöl yrðu við þá.
     Formaðurinn kvaðst hafa rætt við starfsmenn Fréttablaðsins um að prenta aukafjölda til handa félaginu og kannaði málið. Töldu þeir það væri vart gerlegt og of mikill kostnaðarauki sem fylgdi því og var það því ákveðið að geravþað ekki..
  5. Þátttökugjald.
    Fullt er á námskeiði Talmeinafræðinga. Auglýst er að það kosti 10.000kr. Stjórnin þeirrar skoðunar að betra sé að hafa hóflegt gjald en ekkert. Tíu þúsund kr. samþykkt.
  6. Önnur mál engin.

Fleira gerðst ekki
Fundi slitið Baldur Kristjánsson.

 

HEILAHEILL

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur