Stjórnarfjarfundur Heilaheilla https://meet.jit.si/FJARFUNDUR_HEILAHEILLA.
Mætt voru Þórir Steingrímsson, formaður, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari, Páll Árdal, gjaldkeri og Kolbrún Stefánsdóttir, varamaður. Fjarverandi Bryndís Bragadóttir, varamaður
Dagskrá var send út á netinu. Engar athugasemdir bárust við dagskrána né boðun fundarins.
- Skýrsla stjórnar.
*. Þórir gerði grein fyrir því sem efst er á baugi. Sjá m.a. undir lið 3 og 4. Tökum lokið á kvikmynd. Nú er unnið að klippingu og frágangi. Kvikmyndin á 3,2miljónir inn á bók en safnast hafa hátt í fimm miljónir en Markaðsmenn sem safna fyrir myndinni taka 30% af því sem inn kemur. Gerð verður grein fyrir fjármálum vegna kvikmyndar í fundargerð að verkefni loknu.
*. Erindi frá SAFE um að við sjáum um erindi,,online“ í október á fundi á vegum samtakanna. Þórir hefur þegar rætt við Önnu Sigríði Baldursdóttir um verkefnið en hún er í lykilsstöðu til þess að flytja slíkt vegna sögu sinnar og stöðu innan heilbrigðisgeirans. Var vel af þeirri ráðstöfun látið.
*. Rætt um tilboð Fréttablaðsins sbr. síðustu fundargerð, um kostaða umfjöllun. Þórir hefur látið endurprenta bæklingana sem fjalla um Gáttif og Slag og dreift þeim á viðeigandi staði.
*. Þurfum að vera áberandi 26-19 október. Kvikmyndin frumsýnd 26. október í sjónvarpinu (RUV) og 29. er Slagdagurinnmeð stórum staf. - Fjármál.
Páll Árdal gjaldkeri gerði grein fyrir fjármálum félagsins. Fjármál standa ágætlega. Styrkurinn frá ÖBÍ, sbr. síðustu fundargerð, ekki kominn enn. - Sumarferð
Lítill áhugi virðist á slíku meðal félagsmanna. Þórir, sem kannaði málið, telur að félagsmenn séu ekki spenntir fyrir ferð út af covid meðal annars. Ákveðið að fara hvergi. - Fundafyrirkomulag?
Aðalfundur. Á kvörðun um aðalfund óbreytt en samþykkt var að vera á varðbergi og ræða frestun ef ástandið versni og/eða samkomutakmarkanir herðist. - Önnur mál.
Engin.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið
Baldur Kristjánsson
fundarritari