Fundargerð stjórnar 4. ágúst 2021

Stjórnarfjarfundur Heilaheilla https://meet.jit.si/FJARFUNDUR_HEILAHEILLA.  

Mætt voru Þórir Steingrímsson, formaður, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari, Páll Árdal, gjaldkeri og Kolbrún Stefánsdóttir, varamaður.  Fjarverandi Bryndís Bragadóttir, varamaður

Dagskrá var send út á netinu.  Engar athugasemdir bárust við dagskrána né boðun fundarins. 

 1. Skýrsla stjórnar.  
  *. Þórir gerði grein fyrir því sem efst er á baugi. Sjá m.a. undir lið 3 og 4. Tökum lokið á kvikmynd. Nú er unnið að klippingu og frágangi. Kvikmyndin á 3,2miljónir inn á bók en safnast hafa hátt í fimm miljónir en Markaðsmenn sem safna fyrir myndinni taka 30% af því sem inn kemur.  Gerð verður grein fyrir fjármálum vegna kvikmyndar í fundargerð að verkefni loknu.
  *. Erindi frá SAFE um að við sjáum um erindi,,online í október á fundi á vegum samtakanna.  Þórir hefur þegar rætt við Önnu Sigríði Baldursdóttir um verkefnið en hún er í lykilsstöðu til þess að flytja slíkt vegna sögu sinnar og stöðu innan heilbrigðisgeirans.  Var vel af þeirri ráðstöfun látið.
  *. Rætt um tilboð Fréttablaðsins sbr. síðustu fundargerð, um kostaða umfjöllun.  Þórir hefur látið endurprenta bæklingana sem fjalla um Gáttif og Slag og dreift þeim á viðeigandi staði.
  *. Þurfum að vera áberandi 26-19 október. Kvikmyndin frumsýnd 26. október í sjónvarpinu (RUV) og 29. er Slagdagurinnmeð stórum staf.
 2. Fjármál.
  Páll Árdal gjaldkeri gerði grein fyrir fjármálum félagsins.
  Fjármál standa ágætlega. Styrkurinn frá ÖBÍ, sbr. síðustu fundargerð, ekki kominn enn.
 3. Sumarferð
  Lítill áhugi virðist á slíku meðal félagsmanna.  Þórir, sem kannaði málið, telur að félagsmenn séu ekki spenntir fyrir ferð út af covid meðal annars.  Ákveðið að fara hvergi.
 4. Fundafyrirkomulag?
  Aðalfundur
  . Á kvörðun um aðalfund óbreytt en samþykkt var að vera á varðbergi og ræða frestun ef ástandið versni og/eða samkomutakmarkanir herðist.
 5. Önnur mál.  
  Engin.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið
Baldur Kristjánsson
fundarritari

 


 

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
 • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

 • wordpress_test_cookie
 • wordpress_logged_in_
 • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur