Fundur í stjórn Heilaheilla þriðjudag 6. mars kl. 17:00 í Oddsstofu, Sigtúni 42; 105 Reykjavík.
Mættir: Þórir, Baldur og fyrir norðan í gegnum fjarfundarbúnað Páll og Haraldur.
Fjarverandi: Kolbrún boðaði forföll.
Gestur fundarins Gísli Ólfur fundarstjóri á aðalfundi en enn var verið að vinna úr niðurstöðum aðalfundar varðanda stjórnarkjörs.
Gjaldkerastarf
Fram kom að Kolbrún biðst undan því að vera gjaldkeri og vill vera í varastjórn. Formaður stakk upp á því að Páll yrði gjaldkeri. Samþykkt.
Bókari
Samþykkt einnig að ráða bókara. Gísli Ólafur svipist um eftir gjaldkera. Haraldur varaði við kostnaði.
SAFE
Staða íslands innan Safe. Óbreytt. Formaður og Kolbrún fara að öllu óbreyttu á ráðstefnu í Madrid í júní.
Flettiskiltið
Fléttiskiltið í þýðingu og prófarkalestri. Heilaheill búin að fá styrk frá Böringer Ingenheim að upphæð 100 þúsund krónur til þess að þýða. Verkefninu var útvistað til Berglindar Jónsdóttir. Ráðuneytið kostar dreifingu. Þórir sótti um styrk vegna þessa til Öryrkjabandalagsins.
Kynningarfundir
Fundur verður á Reyðarfirði nk. laugardag. Fundir verða einnig á Ísafirði, á Akranesi í mars og á Akureyri í maí
Þing ÖBÍ
Þing ÖBÍ verður í apríl. Þórir Steingímsson, Baldur Kristjánsson og Birgir Henningsson verða aðalfulltrúar Heilaheilla skv. ákvörðun stjórnar. Lilja Stefánsdóttir, Magnús Pálsson og Þór Sigurðsson hafa samþykkt að vera varafulltrúar.
Fleira gerðist ekki.
Baldur Kristjánsson