Fundargerð stjórnar 6. mars 2023

Stjórnar-fjarfundur HEILAHEILLA á ZOOM föstudaginn 6. mars 2023 kl.17:00 með net-tengingu.  

Mætt:
Þórir Steingrímsson, formaður, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari, Sædís Þórðardóttir, varastjórn, Páll Árdal, gjaldkeri, og Kristín Árdal, varastjórn

Dagskrá:

Engar athugasemdir komu fram við útsenda dagskrá né boðun fundarins þó auglýst væri eftir slíku.  Fyrsta setning undir hverjum lið tilheyrir útsendri (á netinu) dagskrá fundarins.

  1. Ólokin málefni aðalfundar 2023.  Það fórst fyrir á aðalfundinum að kjósa skoðunarmenn reikninga. Þórir gerði að tillögu sinni að stjórnin bætti þar úr og voru Þór Sigurðsson og Gísli Geirsson kosnir (samþykktir) af stjórn.  Rætt hefur verið við þá, Þór var áður en Gísli er nýr.  Valgerður Sverrisdóttir baðst undan endurkjöri.  Efasemdir komu fram um lögmæti gjörningsins en stjórnarmenn sammála um það að svona þyrfti þetta að vera.
  2. Stjórnin skiptir með sér verkum.  Stjórnin var endurkjörin á aðalfundi.  Formaður gerði tillögu um óbreytta verkaskiptingu og var hún samþykkt, þ.e. Páll gjaldkeri, undirritaður ritari og Sædís og Kristín meðstjórnendur.
  3. Formaður gefur skýrslu. Skýrslan fólst aðallega í því að formaður sagði frá nýloknum aðalfundi og nýloknum laugardagsfundi ekki síst innleggi Sindra Más Finnbogasonar þar.  Sá vill gjarnan leggja Heilaheillum lið.  Sindri Már hafði m.a. borið saman fjárframlög og styrki til Heilaheilla og ,,samanburðarfélaga“.  Heilaheill kom illa út úr þeim samanburði.  Ánægja kom fram, m.a. frá Kristínu, með mætingu áhugasamra aðila.  Sædís taldi að bæta þurfi nettengingu og senda markvissar út frá fundum.  Rætt um Teams og Zoom sem eru nöfn á útsendingarfyrirbærum.  Þessi stjórnarfundur er á Zoom en nýi fundarsalurinn ,,uppi“ notar Team.
  4. Fjármál félagsins.  Páll upplýsti að að 3,4 miljónir séu nú á reikningi Heilaheilla í Arionbanka og 3,6 miljónir í bankanum sem kenndur er við Ísland.  Útistandandi skuldir eru 413 þúsund krónur.  Reikningur frá Stemmu sem sér um bókhaldið og tveir leigureikningar frá Öryrkjabandalaginu.  Einhver hækkun er á leigu við vistaskiptin (innan húss Öryrkjabandalagsins) en nákvæmar tölur komu ekki fram á fundinum. Páll rakti tildrög þess að Heilaheill hafi reikninga í tveimur bönkum en komið hefur fram gagnrýni á slíkt.
  5. Málstolsverkefnin og styrkur NWC.  Formaður fór yfir erlend samstarsverkefni sem Heilaheill tekur þátt í og má lesa um þau á heimasíðu félagsins, Heilaheill.is.
  6. Áætlaðar utanlandsferðir.  Formaður sækir nú í mars fundi í Barcelóna og Ríga og tekur með sér einn fagaðila á hvorn fund.  Ferða og dvalarkostnaður kemur ekki á félagið nema um aukanætur sé að ræða og fyrirkomulag funda krefjist slíkra.
  7. Önnur mál. Rætt um stöðu Heilaheilla í samfélaginu.  Formaður benti á að félagið væri ,,aðaltalsmaður“ slagþola hér á landi.  Sædís vakti máls á því að ráða starfsmann.  Samanburðarfélög væru með starfsfólk. Starfið væri of umfangsmikið fyrir rúmlega sjálfboðaliðsstarf. Þá urðu umræður um kaffifundi og fundi fyrir ákveðna aldurshópa.  Sædís bauðst til að aðstoða formann  við heimasíðu og facebókarsíðu og í það var vel tekið.  Rætt um fyrirkomulagsatriði funda, stjórnarfund á Akureyri í vor og fleira.
Fleira gerðist ekki.   
Baldur Kristjánsson
fundarritari

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur