Líf eftir slag!

Þeir Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA og Finnbogi Jakobsson, tugalæknir sátu u.þ.b. 200 manna ráðstefnu SAFE (Stroke Alliance For Europe) frá 47 Evrópuríkjum, í Barcelona, Catalóníu, Spáni, 9. mars sl..  Þarna komu fram margir fyrirlesarar, m.a. frá Írlandi, Skotlandi, Englandi og vöktu athygli, þar sem þeir sjálfir höfðu fengið heilablóðfall og greindu frá athyglisverðum og vísindalegum niðurstöðum varðandi áfallið og töluðu mikið út frá almennri lýðheilsu, sem er þekkt umræða hér á landi.  Það er ljóst að umræða um heilablóðfallið er mjög langt kominn hjá þessum þjóðum, mun lengra en hjá okkur Íslendingum og ber landlæknisembættið þar nokkr á byrgð á.  Ekki liggja fyrir marktækar niðurstöður hér á landi um afleiðingar slagsins eða hvaða fjárhagslegar afleðingar það hefur í för með sér.  Lögð var sérstök áhersla á heilbriðisáætlun til ársins 2030. 

Þar sem HEILAHEILL er aðili að SAFE (Stroke Alliance For Europe) og tekur þátt í sameiginlegu átaki evrópskrar aðgerðaráætlunar SAPE: (Stroke Action Plan for Europe), þar sem fagaðilar og sjúklingar í Evrópu taka höndum saman er varðar heilablóðfallið, byggt á undirrituðu samkomulagi er samtökin ESO (European Stroke Association) og SAFE gerðu með sér 2018.  Gert er ráð fyrir að hvert land fyrir sig innan samtakanna vinni að ákveðnum markmiðum með undirritaðri viljayfirlýsingu stjórnvalda hvers ríkis fyrir sig er varðar heilablóðfallið til 2030.  Með þessu samkomulagi er HEILAHEILL formlegur aðili SAP-E og er þegar hafin samvinna við fagaðila hér á landi.  Formaðurinn og Björn Logi Þórarinsson, lyf- og taugasérfræðingur erum tilnefndir UMSJÓNARMENN (national coordinators) SAP-E hér á landi.

Meginmarkmið SAPE fyrir 2030 er:

  1. að fækka heilablóðföllum í Evrópu um 10%;
  2. að meðhöndla 90% eða meira af sjúklingum með heilablóðfall í Evrópu á sérstökum slagdeildum (stroke unit) sem fyrsta stigi umönnunar;
  3. að hafa landsáætlun um heilablóðfall sem nær yfir allar heilbrigðisstofnanir frá sjálfbærni til lífs eftir heilablóðfall;
  4. að innleiða að fullu innlendar áætlanir fyrir fjölþátta lýðheilsuaðgerðir til að stuðla að og auðvelda heilbrigðan lífsstíl og að draga úr umhverfisþáttum (þ.m.t. loftmengun), félagslegum og efnahagslegum þáttum sem auka hættu á heilablóðfalli. og á þjóðarbúið til ársins 2030.

HEILAHEILL hefur vakið athygli heilbrigðisyfirvalda á þessari áætlun, er samræmist heilbrigðisáætlun alþingis til 2030 er samþykkt var á alþingi af öllum þingmönnum 2018.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur