Fundargerð stjórnar 6. nóvember 2020

Stjórnarfundur 6. nóvember framhald af stjórnarfundi 2. nóvember, sem var frestað m.a. vegna þess að ritari náði ekki tengingu og ekki var búið að afgreiða liði 4,5 og 6. Fundargerðir lesist því saman.  Allir mættir.

Eftirfarandi sendi formaður út milli fundar og frestaðs fundar:

,,Hér á landi hafa verið miklar framfarir í snemmtækri íhlutun heilbrigðiskerfisins er varðar blóðtappa og á spítalinn mikið hrós fyrir sitt starf efnum. Þakka má það ungu og dugmiklu starfsliði spítalans, sérhæfðra lækna og hjúkrunarfræðinga, er hefur verið rómað á ársfundum hans.

Meginmarkmið SAPE fyrir 2030:
1. að fækka heilablóðföllum í Evrópu um 10%;
2. að meðhöndla 90% eða meira af sjúklingum með heilablóðfall í Evrópu á sérstökum slagdeildum (stroke unit) sem fyrsta stigi umönnunar;
3. að hafa landsáætlun um heilablóðfall sem nær yfir allar heilbrigðisstofnanir frá sjálfbærni til lífs eftir heilablóðfall;
4. að innleiða að fullu innlendar áætlanir fyrir fjölþátta lýðheilsuaðgerðir til að stuðla að og auðvelda heilbrigðan lífsstíl og að draga úr umhverfisþáttum (þ.m.t. loftmengun), félagslegum og efnahagslegum þáttum sem auka hættu á heilablóðfalli.

* Til þess að fulltrúar Íslands (fagaðilar+sjúklingar) geti tekið þátt í SAPE, þá verður að vera virk íslensk áætlun um markmið á vegum heilbrigðisstofnana um heilablóðfallið.
* Á fundum SAPE er HEILAHEILL boðið upp á þátttöku 2ja fulltrúa, (fagaðila+sjúklings) á ca. 2-3 árlegum fundum er hefðu burði til að kynna árangur í sínu landi.

Þórir fór yfir útsent gagn. Mikilvægt væri að greina á milli viðbragðsstigs og umönnunarstigs. Mikilvægt væru að búa til sérstaka slagdeild. Hér vantar sérstaka slagdeild. Sá sem fær hjartaáfall er lagður inn á hjartadeild. Sá sem fær slag er lagður inn á deild sem fæst við afleiðingar mismunandi heilsuáfalla.  Bryndís lagði áherslu á endurhæfingu.  Hún væri einmitt hluti af réttri umönnun.

Fram kom að engar fjarhagslegar skuldbindingar fylgja þáttöku í nefndum áætlunum ( sjá liði 4og 5 í fundargerð fyrir frestun). Við myndum fyrst og fremst leggja til þann slagkraft sem felst í merki okkar og þátttöku og mannauð eftir atvikum. Tvo nöfn manneskja utan stjórnar sem tilbúin eru að sitja fjarfundi voru nefnd og hafa viðkomandi gefið samþykki sitt. Fjarfundur um verkefnið verður 11. nóvember.

Bryndís og Baldur samþykk þáttöku í ofangreindu svo og formaður og Páll.  Kolbrún, með þeim fyrirvara, að við förum ekki fram úr okkur.  Ræddi um að mikilvægt væri að varðveita sjálfstæði félagsins m. a. gagnvart lyfjaafyrirtækjum. Yrðum að vera á verði gegn alþjóðastýringu taldi hún.  Ýmsar hugmyndir voru ræddar um verkefni félagsins.  Verkefnið er til 10 ára. Fram kom að við getum hætt þátttöku hvenær sem er þóknist okkur svo.

Fjarfundur verður 11. nóvember sem þeir Þórir og Þorsteinn Þorsteinsson sækja. Stjórnin treystir þeim til þess að halda uppi okkar merki með viðeigandi hætti.

Kolbrún bryddaði upp á því að félagið byði fram fræðslu í grunnskólum. Páll hefur reynt slíkt á Akureyri. Rætt um myndbönd og fleira.
Kolbrún taldi að ofangreint yði að athuga gaumgæfilega áður en næst yrði sótt um styrk til Öryrkjabandalagsins. Rétt væri einnig að senda Samtökum sveitarfélaga erindi. Ýmsir hlutir ræddir, greinarskrif og fleira.
Sem sagt: Liðir 4 og 5 samþykktir.
Liður 6, önnur mál ekki tekinn sérstaklega fyrir en umræður í lok fundar gætu þó flokkast undir þann lið.
Fleira gerðist ekki. Allir voru í sambandi allan tímann.

Baldur Kristjánsson, ritari

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur