Fundargerð stjórnar 8. maí 2023

Mætt:
Þórir Steingrímsson, formaður, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari, Sædís Þórðardóttir, varastjórn, Páll Árdal, gjaldkeri, og Kristín Árdal, varastjórn.

Engar athugasemdir komu fram við útsenda dagskrá eða fundarboð þó auglýst væri eftir slīku.  Gengið var til dagskrár sem er númeruð og nær fram að fyrsta punkti hvers liðar.

  1. Formaður gefur skýrslu.   Formaður fór á ársfund Landsspítala fyrir skömmu og lýsti þeirri kúvendingu sem er að verða á allri stjórnun (og skipulagi) þar á bæ.  Hann batt vonir við það að eitthvað gott komi út úr því fyrir þá sem Heilaheill berst fyrir en Þórir leitast við koma sjónarmiðum félagsins á framfæri  við hvert tækifærri.
  2. Fjármál félagsins.  Páll gerði grein fyrir þeim og taldi að allt væri undir ,,contról“ og komu engar athugasemdir fram aðrar en þær að Sædís taldi að hvetja mætti félagsmenn áfram með rafpósti að greiða félagsgjöld.  Var formanni falið það verk.
  3. Sumarferðir?  Fram kom að Páll ætlar út í Hrísey með sitt norðanmannalið.  Þeir sem búa sunnan Holtavörðuheiðar töldu tilvalið að kanna áhugann á sumarferð, laugardaginn 12 ágúst, sem stefnt væri upp í Borgarfjörð eins og við sunnlendingar segjum.  Sædís ætlar að athuga með leiðsögumann og þórir kannar áhugann meðal félagsmanna, sér um rútu o.þ.h. ef til kemur.  Nokkrar umræður urðu um gildi slíkra ferða  og töldu allir að þær væru af hinu góða.
  4. Starfið framundan.  Þórir fékk heimild til þess að afla tilboða í það að endurgera appið fræga sem Heilaheill gaf út um árið, en eins og kom fram í síðustu fundargerð úreldast svona öpp þ.e. halda ekki í við sífellt nýja tækni. Að öðru leiti tók fólk undir þau orð formanns að stefnt yrði að því að ,,halda sjó í sumar“.
  5. Önnur mál.  Engin sérstök önnur mál komu fram.

 Fleira gerðist ekki, Fundi slitið,

Baldur Kristjánsson

Fundarritari.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur