Stjórnarfundur HEILAHEILLA miðvikudaginn 9. sepember 2022 kl.17:00 með net-tengingu.
- Mætt: Þórir Steingrímsson, formaður, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari, Sædís Þórðardóttir, varastjórn, og Páll Árdal, gjaldkeri.
- Kristín Árdal, varastjórn, fjarverandi
Engar athugasemdir komu fram við fundarboð eða dagskrá þegar lýst var eftir þeim.
Dagskrá:
- Formaður gefur skýrslu
Meðal þess sem kom fram hjá formanni var þetta: Við þurfum að taka ákvörðun um að 10. september, hefst samstarf HEILAHEILLA og 8 talmeinafræðinga, um einstaklingsmiðaða þjálfun félaga fram á næsta ár, er heilbrigðisráðuneytið styrkti okkur til. Þessi þjálfun fer fram að öllum líkindum mest fram í húsakynnum félagsins í Sigtúni, 42 Reykjavík. Ljóst er hér er um útkall í undirbúningi og frágangi eins og um félagsfund sé að ræða og því ættu útgjöld þessu samfara vera tekin af veittum styrki. - Fréttablaðið – aukablað.
Áætlað er að það komi út 29 október, alþjóðadegi heilablóðfallsins. 1.418.000,- kr hafa safnast þegar búið er að borga Markaðsmönnum ehf. 1/3. Blaðið kostar um 1.200.000,- miljónir sem er hækkun frá því sem var áður ráðgert, en upphaflega var talað um 600.000,- kr.. Síðasta tilboð var 1.200.000,- kr plús vask. Gæti verið um 1.500.000,- kr? Formaður gagnrýndur af Páli fyrir að upplýsa ekki stjórn um hækkað verð. Þórir kvað um mistök hafi verið að ræða að hafa ekki upplýst stjórn um ástæðuna. Ákveðið að láta gott heita. - SAPE
Unnið er að því að hrinda þvī aftur af stað og ýta við stjórnendum Landsspítalans en Heilaheill/Sape hefur kynnt markmið fyrir þeim. Ekkert hefur heyrst frá yfirstjórninni síðan 20 aprīl þegar fundur var með Heilaheillum
- Fjármál félagsins.
Undir þessum dagskrárlið var rætt um Markaðsmenn ehf.. Ákvörðun þóknunar v/samskipta við talmeinafræðinga. Samþykkt að útgjöld félagsins vegna námskeiðs/kennslu talmeinafræðinga yrðu tekin af styrknum frá Heilbrigðisráðuneytinu sem fékkst vegna verkefnisins. - Önnur mál!
M.a. kom fram sú hugmynd (Páll) að félagið fengi aukið upplag af kálfinum í Fréttablaðinu og sleppti því að gefa út Slagorðið að þessu sinni. Formanni falið að kanna alla möguleika í þessu.