Tökumst á við málstolið!

Helga Thors, Ester Sighvats-dóttir og Auður Ævarsdóttir.

Laugardaginn 10. september 2022 kl.11:00 hófst sögulegur áfangi til samstarfs milli talmeinafræðinga og HEILAHEILLA, í húsakynnum félagsins að Sigtúni 42, 105 Reykjavík, styrkt af heilbrigðisráðuneytinu, þar sem stefnt er að því að þjálfa málstolssjúklinga eftir slag, m.a., að einstaklingar með málstol geta tekið framförum í málnotkun þó mörg ár séu frá heilaslagi; þjálfun viðmælenda, hvort sem það er fjölskyldumeðlimur, vinur eða þjónustuaðili, hafi jákvæð áhrif á samskipti við einstaklinga með mikið málstol; þátttaka í stuðningshópum og möguleikinn til að heyra hvernig aðrir takast á við svipaða erfiðleika hafi jákvæð áhrif á andlega heilsu og tengslamyndun hjá fólki með krónískt málstol.

Bryndís Bragadóttir, Helga Thors og Þórir Steingrímsson
Bryndís Bragadóttir, Helga Thors og Þórir Steingrímsson

Allir þessir þættir verða leiðarstef þessarar samvinnu aðila á hverjum laugardagsmorgni í 10 skipti í vetur frá kl.11:00-12:30.  Á þessum fundi tókst mjög vel til og var ekki annað sjá að talmeinafræðingarnir og félagsmenn voru ánægðir með upphafið.  Er þetta vel til fundið, því Ísland gegnir nú um þessar mundir formennsku í norrænu samstarfi, NORDISK AFASIRÅD (Nordic Aphasia organization) og kemur stjórn þessara norrænu samstarfsaðila hingað til lands í byrjun október 2022.

Vonandi vakna stjórnvöld upp um mikilvægi þessa fötlunarflokks, þar sem viðkomandi einstaklingur eiga það á hættu að einangrast!

    

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur