Þriðjudaginn 3. október 2023 héldu félagar HEILAHEILLA þeir Þórir Steingrímsson formaður og Sindri Már Finnbogason, framkvæmdastjóri, fyrirlestra fyrir fjölda manns og var streymt til félagsmanna á vegum U3A, sem er háskóli þriðja æviskeiðsins. Með orðinu háskóli er átt við upprunalegu merkingu orðsins sem er hópur fólks sem vill helga tíma sinn því að fræðast og fræða. Í þetta sinn var slagið fyrir valinu. Það skiptir samtökin miklu máli að íslenskt samfélag láti sig varða mannauð og velferð þriðja æviskeiðsins og átti sig á mikilvægi þess fyrir samfélagið í heild. Þórir greindi frá reynslu sinni af áfallinu, kynnti starfsemi HEILAHEILLA og að lokum greindi Sindri frá sinni reynslu. Margar fyrirspurnir voru lagðar fram.