Hið hættulega, læknis-fræðilega umhverfi sjúklinga

Ingólfur Margeirsson
Ingólfur Margeirsson

Mesti hluti endurhæfingartíma einstaklings sem hefur orðið fyrir slagi er á spítala. Þar er einkum beitt sjónum að líkamlegum einkennum; læknir fylgist með blóðþrýstingi, og taugaræðilegum framförum eða þróun. Sama gera taugasálfræðingar og hjúkrunarkonur. Sjúkraliðar annast aðstoð sem hamlar sjúklingi daglegar, eðlilegar þarfir. Talmeinafræðingur aðstoðar með æfingum að vistmaður nái eðlilegu máli á ný. Sjúkraþjálfari æfir líkama vistmanns svo hann nái sem sterkustum og heilbrigðustum líkama. Iðjuþjálfar kenna og æfa daglega iðju vistmanns svo sem að klæða sig í föt, elda mat en einnig í almennri færni eins og að flétta körfur, mála myndir og þar fram eftir götunum. Allt er þetta gott og blessað en á það sameiginlegt að þjálfunin beinist að líkamlegum framförum sem vissulega eru mikilvægar. Andleg þjálfun er meira og minna útundan. Með öðrum orðum dvelur vistmaðurinn í umhverfi sjúkrahúss, vistast í læknisfræðilegu umhverfi en er sviptur daglegu, eðlilegu lífi. Þetta veldur oft því, að sjúklingurinn verður háður hinu öryggua umhverfi sjúkrahússins og þorir vart að stíga út í lífið á nýjan leik, verður skömmustuleg mannafæla og einangrast oft á nýju heimili. Aðstandendur gera oft ekki ráð fyrir að sjúklingurinn geti lifað aftur eðlilegu lífi og hjálpa til við einangrunina. Þetta ástand gildir ekki aðeins um heilaskaðaða, heldur sjúklinga almennt sem orðið hafa fyrir alvarlegu áfalli, eins og t.d. hjartasjúklingar og taugalömun. Oftar en ekki eru menn hafðir í hjólastólum með tilheyrandi hindrunum og niðurlægingu. Sjúklingurinn á í erfiðleikum að komast aftur út í lífið og nýta þá krafta sem hann býr oft yfir. Þessu má breyta.

Sjúkrahúsin þurfa að breyta starfsemi sinni. Að lokinni endurþjálfun líkamans á að leggja áherslu á félagslega og andlega endurhæfingu sem gerir vistmanninn hæfan að takast á við eigið líf utan stofnunarinnar. Aðstandendur og hjúkrunarfólk hverfur oft undan vistmanninum og þá þarf hann að vera í stakk búinn að geta tekist á við lífið sem unnt er. Á síðari stigum endurhæfingar þarf því að breyta læknisfræðilegum umhverfi í félagslegt umhverfi. Sjúklingar þurfa að læra að venjast því að halda út í lífið á nýjan leik með t.d.bíó- og leikhúsferðum eða styttri ferðalögum, jafnvel utanlandsferðum. Það þarf að koma upp skemmtikvöldum á stofnuninni þar sem aðstandendur taka þátt og vistmenn kynnast heilbrigðu fólki. Vistmenn þurfa að taka þátt í hátíðisdögum og blanda sér sem mest í venjulegt líf fólks. Í stað þess að hljóta styrki og bætur frá ríkinu og verða minntur mánaðarlega að á, að sjúklingur sé baggi á samfélaginu, á ríkið að útvega þeim störf við hæfi, t. d. við kennslu, þar sem þeir geta upplýst um lífsreynslu sína, og þegið mannsæmandi laun. Þar með gæti ríkið sparað tryggingarútlát en fengið skatta (kannski minni en venjulega) af vinnu sjúklinga. Endurmenntun er einnig veigamikill þáttur í þessu sambandi.Og sjúklingar fyndu fyrir félagslegri getu sinni og sjálfstæði. Öll félagsleg endurhæfing myndi miða að hinu sjálfstæða lífi vistmanna að lokinni dvöl á sjúkrahúsi. Þannig yrðu vistmenn aftur eðlilegir samfélagsþegnar í stað þess að vera minntir daglega á að þeir séu sjúklingar sem eru þurfalingar á þjóðfélaginu.

Ingólfur Margeirsson
Höfundur er rithöfundur og sagnfræðingur

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur