Slag-eining bjargar mannslífum!

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Málþing HEILAHEILLA var haldið í Súlnasal Hótel Sögu, Radisson SAS, laugardaginn 21. október s.l undir heitinu “Áfall, en ekki endirinn!”. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, setti þingið og tók Katrín Júlíusdóttir, alþingismaður, við fundarstjórn. Að loknu ávarpi Þóris Steingrímssonar, formanns Heilaheilla, voru haldnir fyrirlestrar. Sérfræðingar hver á sínu sviði, læknar, hjúkrunarfræðingar, taugasálfræðingar, sjúkraþjálfarar, talmeinafræðingar, iðjuþjálfarar, félagsráðgjafi héldu afar fróðleg erindi. Komu þeir frá B2 á Landspítala háskólasjúkrahúsi, Grensási og Reykjalundi. Aðstandandi og sjúklingur héldu einnig sína framsögu og tóku allir þátt í pallborðsumræðum á eftir. Þótti mönnum nokkuð áberandi í gegnum umræðuna, að við stofnun sérstakrar “slag-einingar” eða sérstakrar deildar innan sjúkrahúsanna, er meðhöndluðu einstaklinga sem hafa orðið fyrir heilablóðfalli [sem eru 2 á dag], væri hægt að bjarga mannslífum. Lögð var áhersla á einstaklingsmeðferð í þessu áfalli gæti skipt sköpum, ekki bara í frumendurhæfingu og framhaldsmeðferð, heldur í mannslífum.

Þá var lesin upp kveðja frá Hollvinum Grensásdeildar, undirrituð af formanninum Gunnari Finnssyni, sem tekið var með lófaklappi. Hér er kveðjan

Þátttakendur komu víða að, t.d. frá Akureyri, Selfossi og sá fróðleikur sem þarna kom fram er greinilegur vegvísir fyrir HEILAHEIILL til framtíðar. Markmið félagsins er að koma fróðleiknum á framfæri sem víðast. Lýsti formaðurinn vilja stjórnar HEILAHEILLA að kom á fót “Norðurdeild” félagsins á Akureyri, að undangengnu málþingi þar, strax eftir áramót. Markmið félagsins væri að koma á fót fræðslusambandi við fjórðungssjúkrahúsin í landinu, sambærilegu því sem HEILAHEILL hefur þessa daganna við fræðsludeild LSH.

Þá kom einnig fram að fræðsluhópur HEILAHEILLA sem Ingólfur Margeirsson, sagnfræðingur, rithöfundur og blaðamaður stýrir, [er flutti skemmtilega framsögu á þinginu], myndi sjá um gagnaöflun um það sem fram fór á þinginu og gera það aðgengilegt hér á heimasíðunni. Verður fjallað meira um málþingið hér á heimasíðunni á næstunni og má vænta þess að nokkrir fyrirlestrar birtast innan skamms.

Myndir

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur