Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA, og Björn Logi Þórarinsson, lyf- og tagalæknir, tóku þátt í netráðstefnu SAPE, sem evrópsk aðgerðaráætlun, “Action Plan for Stroke in Europe 2018–2030” þar sem ESO (European Stroke Association) og SAFE (Stroke Alliance For Europe) fjalla saman um innleiðingu nýrrar aðkomu heilbrigðiskerfisins er varðar heilablóðfall. Björn og Vilhjálmur Vilmarsson, röntgenlæknir tóku þátt í fyrri ráðstefnunni er var haldinn 11. nóvember og sú næsta verður haldin 19. janúar 2021. Þátttakendur voru núna u.þ.b. 75 frá flestum löndum í Evrópu, þar sem sjúklingar sem og fagaðilar ræddu um framfarir í hverju landi fyrir sig og gerði Björn Logi grein fyrir stöðu Íslands í þeim efnum. Gert er ráð fyrir að hvert land hafi umsjónar-aðila eða fagráð er hefur sama skilning á markmiðum um slagdeild/heilablóðfallseiningu (stroke unit), sem er skýrt afmörkuð deild á sjúkrahúsi, þar sem heilablóð-fallssjúklingar eru lagðir inn og hlúð að af fjölfaglegu teymi (læknum, hjúkrunar- og meðferðarstarfsfólki) er hafa sérþekkingu á heilastarfsemi, þjálfun og færni um heilablóðfall, umönnun með vel skilgreindu verkefni hvers og eins, regluleg samskipti við aðrar greinar með megináherslu á heilablóðfalli. Lögð var áhersla á í fyrirliggjandi yfirlýsingu að sameiginlegt átak sjúklinga og fagaðila næði til stjórnvalda. Mikil ánægja ríkti á ráðstefnunni og var sú næsta boðuð 19. janúar 2021, eins og áður segir.