Hvar stöndum við?

Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA, og Björn Logi Þórarinsson, lyf- og tagalæknir, tóku þátt í netráðstefnu SAPE, sem evrópsk aðgerðaráætlun, “Action Plan for Stroke in Europe 2018–2030  þar sem ESO (European Stroke Association) og SAFE (Stroke Alliance For Europe) fjalla saman um innleiðingu nýrrar aðkomu heilbrigðiskerfisins er varðar heilablóðfall.  Björn og Vilhjálmur Vilmarsson, röntgenlæknir tóku þátt í fyrri ráðstefnunni er var haldinn 11. nóvember og sú næsta verður haldin 19. janúar 2021.  Þátttakendur voru núna u.þ.b. 75 frá flestum löndum í Evrópu, þar sem sjúklingar sem og fagaðilar ræddu um framfarir í hverju landi fyrir sig og gerði Björn Logi grein fyrir stöðu Íslands í þeim efnum.  Gert er ráð fyrir að hvert land hafi umsjónar-aðila eða fagráð er hefur sama skilning á markmiðum um slagdeild/heilablóðfallseiningu (stroke unit), sem er skýrt afmörkuð deild á sjúkrahúsi, þar sem heilablóð-fallssjúklingar eru lagðir inn og hlúð að af fjölfaglegu teymi (læknum, hjúkrunar- og meðferðarstarfsfólki) er hafa sérþekkingu á heilastarfsemi, þjálfun og færni um heilablóðfall, umönnun með vel skilgreindu verkefni hvers og eins, regluleg samskipti við aðrar greinar með megináherslu á heilablóðfalli.  Lögð var áhersla á í fyrirliggjandi yfirlýsingu að sameiginlegt átak sjúklinga og fagaðila næði til stjórnvalda.  Mikil ánægja ríkti á ráðstefnunni og var sú næsta boðuð 19. janúar 2021, eins og áður segir.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur