Kristín Stefánsdóttir

Kristín Stefánsdóttir

Laugardaginn 15.september 2001 vakna ég um morguninn og finnst ég ekki eins og ég á að mér að vera,sjónin óskír og tungan eins og fjórföld.Ég hélt að ég væri að fá flensu og hugsaði að það gæti ekki komið á verri tíma þar sem ég þurfti að vinna mikið yfir daginn.Ég labba niður til að ná í blöðin en þar dett ég niður en kemst einhvern veginn upp aftur og hugsa að þetta ætlar að vera slæm flensa en ekki hvarflar að mér að það geti verið eitthvað annað og ákveð að sjá til hvernig ég verð þegar vinkona mín kemur hvort ég geti klippt hana.Strákarnir mínir tveir 4 ára og 12 ára voru einir með mér heima og eldri strákurinn spyr af hverju ég tali svona skrýtið og ég svara að ég sé líklega að fá flensu.Vinkona mín kemur og tekur eftir að ég er ekki eins og ég á að mér að vera en ég geri lítið úr því og segist vera að grípa einhverja pest,augnabliki eftir að hún kemur hringir maðurinn minn heim og heyrir strax á máli mínu að eitthvað er að og fær að tala við vinkonu mína.Hún segir að það sé eitthvað ekki í lagi þar sem hún horfir á mig missa mátt meir og meir í vinstri hlið,þau ákveða að hún hringi í læknavaktina og maðurinn minn komi heim,þegar hann kemur er ég næstum hætt að getað talað á skiljanlega hátt.Læknavaktin segir þeim að hringja strax á sjúkrabíl því miða við lýsingu á einkennum mínum sé að öllum líkindum um heilablóðfall að ræða.Þetta finnst mér alveg út í hött enda bara 32 ára.

Sjúkrabíllinn kemur og fer með mig uppá bráðamóttöku landspítalans Hringbraut og man ég ekki neitt frá þeirri ferð,komunni á spítalann eða þeim rannsóknum sem ég var send í.Þegar ég ranka nóg við mér til að hægt sé að tala við mig situr maðurinn minn við hlið mér og segir að ég hafi fengið heilablæðingu framarlega í heila hægra megin,læknirinn kemur til að kíkja á mig og spyr mig hvort að ég þekki manninn við hlið mér sem mér finnst mjög skrýtin spurning þar sem þetta var maðurinn minn og þekkti ég hann auðvitað.Ég var allann daginn á bráðamóttöku en man sama sem ekkert frá því.Um kvöldið er ég færð uppá taugadeild og dvel ég þar í 14 daga.Það var einkennileg tilfinning að átta sig á hvað hafði skeð að fara í sturtu var nóg til þess að öll orka var búin því ég þurfti að hafa mikið fyrir því að átta mig á því hvað ég þurfti að taka með mér þar sem minni og einbeitingin var engin.Mikið áreiti þoldi ég ekki og ef fleiri en einn voru í kringum mig að tala við mig náði ég ekki að fylgjast með þar sem ég hélt ekki einbeitingu nema smá stund í senn.Eftir dvölina á taugadeild fer ég á Reykjalund og dvel þar í 6 vikur.Þar var ég byggð upp aftur með líkamsrækt og iðjuþjálfun til að koma mér aftur út í lífið.

Fyrst eftir heilablóðfallið var ég mjög þreytt og hafði mjög litla orku en sem hefur aukist smátt og smátt,en ég hef samt ekki náð sömu orku og fyrr og er ég ekki með sömu tilfinningu í vinstri hlið og þeirri hægri og fékk ég flogaveiki í framhaldinu af blæðingunni sem er haldið niðri með lyfjum.Ég fór að vinna aftur 3 mánuðum eftir blæðinguna,ég byrjaði rólega þar sem ég var að vinna á stað þar sem mikið áreiti var og gat verið mikið álag þegar við þurftum að klára verkefnin á mjög stuttum tíma.Stundum kemur það fyrir enn þann dag í dag að ég fer fram úr sjálfri mér en þá er bara að hlusta á líkamann sinn og taka hvíld.Lífið er langt í frá búið þótt ég hafi fengið áfall  ég geri allt sem ég vil og nýt lífsins til hins ýtrasta.

Til baka

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur