HEILAHEILL í Nordiske Afasirådet

Miðvikudaginn 30. október hélt stjórn HEILAHEILLA stjórnarfund, með tengingu norður á Akureyri, þar sem tekin var ákvörðun um þátttöku félagsins í Nordisk Afasirådet, sem eru samnorræn samtök málstolssjúklinga.   Á fundinn kom Þór Þórarinsson, sérfræðingur á skrifstofu Velferðarráðuneytisins og hélt fyrirlestur um tengsl Íslands við Norðurlöndin, er varðar málefni fatlaðra.  Fyrir lá tilboð stjórnar ráðsins til HEILAHEILLA um ókeypis aðild 2013 og hálft gjald eða 200 € 2014.    Þar með er HEILAHEILL aðili í norrænu samstarfi og getur sótt inn á svið er heyra undir norrænt samstarf.  Formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, sótti stjórnarfund ráðsins í Kaupmannahöfn í september sl., þar sem lögð var áhersla á málstol.  Er góðs að vænta af þessu samstarfi í framtíðinni.

      

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur