HEILAHEILL hefur komið á laggirnar sérstökum málstolshópi hvern mánudag kl.13-14, í Síðumúla 6, Rvík. undir stjórn Bryndísar Bragadóttur. Hafa þátttakendur lýst yfir mikilli ánægju með þetta fyrirkomulag. Er markmiðið að rjúfa félagslega einangrun þeirra er hafa orðið fyrir málstoli með slagorðunum “Úr einangrun eftir áfall”.
Er þessi hópur viðbót við hið öfluga starf sem er þegar fyrir á “Þriðjudagsfundum” félagsins, frá kl.13-15, þá á sama stað og ætlaður öllum slagþolum. Eru því allir slagþolar hvattir til að nýta sér þessi tækifæri, þar sem þeir geta verið í sjálfseflingarhópi þeirra, er hafa gengið í gegnum svipuð áföll og þeir. Er þetta allt endurgjaldlaust og því allir hvattir til að mæta og fá sér að minnsta kosti kaffi!