Guðbjörg Alda Þorvaldsdóttir, nemi

Guðbjörg Alda Þorvaldsdóttir, nemi

Ég var búin að vera með hausverk nokkuð lengi og tengdi það alltaf við vöðvabólgu og var því í nuddi vegna þess. Verkurinn lá frá öxl upp í auga. Ég var frá vinnu vegnahöfuðverks í 5 daga, á þeim tíma var ég búin að vera ælandi af hausverk, var búin að fá næturlækni heim sem sagði að ég væri með mígreni og gaf mér þar af leiðandi magnýl sem gerir illt verra þegar maður er með æðagúlp. Þetta gerðist á föstudegi og var alveg ónýt um helgina. 30. október 2000 datt ég niður heima hjá mér en var svo heppin að kærastinn minn var heima og gat bjargað mér með því að hringja á sjúkrabíl. Þegar ég kom upp á spítala rankaði ég við mér nema ég talaði bara vitleysu. Ég var send í Catscan og kom þá í ljós að þetta væri slagæðagúlpur og þyrfti að gangast undir aðgerð. Sem og ég gerði þann 1.nóv. Mér var haldið sofandi í öndunarvél í 4 vikur eftir það fór ég niður á almenna deild. Eftir það fæ ég krampaköst og út frá því fæ ég ventil í höfuðið til tryggja réttan þrýsting á mænuvökva. Þegar ég vakna (sem ég man sjálf ekkert eftir)  þá er ég í því ástandi að ég gat mig hvorki hreyft né talað. Á þessu augnabliki var ekki vitað hversu mikið ef eitthvað hefði skaddast.  Fljótlega byrjar endurhæfingin á Grensás hjá því frábæra starfsfólki.

Á þessari stundu var ég í hjólastól og var ekki búin að finna málið aftur. Það má með góðri samvisku segja að endurhæfing mín geti kallast allur pakkinn. Líkamleg þjálfun, talþjáflun, iðjuþjálfun, taugasálfræðileg  endurhæfing og síðast en ekki síst sjúkraþjálfun. Þegar ég síðan útskrifast af Grensásdeild í byrjun júlí 2001 hafði mikið unnist til baka en samt sem áður var nóg eftir sem ég náði með hjálp nánustu fjölskyldu. Eitt var þó sem hrjáði mig, smá lömun í hægri fæti sem nú er með öllu horfin og ekki má gleyma skammtímaminninu sem hrjáði mig um þó nokkurt skeið.

Ég var svo heppin að komast að strax þá um haustið hjá Hringsjá sem byggði ofan á það sem hinir höfðu gert og skilaði mér vorið 2002 tilbúinni til að takast á við lífið. Framhaldið er síðan vorið 2003 að ég fékk inngöngu í Háskóla í Mílanó og er ég núna þegar þetta er skrifað að hefja þriðja árið mitt, en ég lauk diplómaprófi þaðan í vor. 

  

Til baka

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur