Nú fer að líða að hinni árlegu sumarferð HEILAHEILLA og HJARTAHEILLA og stefnt er á Dalina þetta árið. Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur verður með í för og fræðir ferðalanga um söguslóðir Laxdælu og Sturlungu. Þetta hafa verið eftirsóknarverðar ferðir fyrir félagsmenn og nú er tækifæri fyrir þá að bjóða vinum og kunningjum með fyrir lágt gjald, sem er aðeins kr,5.000,- fyrir manninn. Það er alltaf veðjað á gott veður og í kortunum er ekkert annað að sjá að það verði gott. Eru félagsmenn hvattir til að melda sig og skrá sig í ferðina hér á heimasíðunni undur hnappnum “Ferðalög” sem fyrst.
Friðhelgisstillingar
Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.
Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.